Önnur bók

1 Til söngstjórans. Kóraítamaskíl.[
2Eins og hindin þráir vatnslindir
þráir sál mín þig, ó Guð.
3Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði,
hvenær mun ég fá að koma og sjá auglit Guðs? [
4Tár mín urðu fæða mín dag og nótt
því að daglangt var ég spurður:
„Hvar er Guð þinn?“
5Ég bugast af sorg er ég minnist þess sem var
þegar ég fór fyrir fylkingunni,
fór fyrir þeim sem héldu að húsi Guðs,
með gleðihrópum og lofsöng
í fagnandi hátíðarskara.
6Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
7Sál mín er beygð í mér,
því vil ég minnast þín
frá Jórdanar- og Hermonlandi,
frá litla fjallinu. [
8Eitt djúpið kallar á annað
þegar fossar þínir duna,
allir boðar þínir og bylgjur
ganga yfir mig.
9Um daga býður Drottinn út náð sinni
og um nætur syng ég honum ljóð,
bæn til Guðs lífs míns.
10Ég segi við Guð, bjarg mitt:
„Hví hefur þú gleymt mér?
Hví verð ég að ganga um harmandi,
kúgaður af óvinum?“
11Háð fjandmanna minna
nístir mig í merg og bein
þegar þeir segja allan daginn:
„Hvar er Guð þinn?“
12Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð
því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.