Söngvarar musterisins

1 Davíð og herforingjarnir völdu niðja Asafs, Hemans og Jedútúns til að annast lofgjörð að hætti spámanna og leika á gígjur, hörpur og málmgjöll. Hér á eftir fer skrá yfir þá menn sem önnuðust þessa þjónustu:
2 Af niðjum Asafs: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela. Synir Asafs voru undir stjórn Asafs sem lék að hætti spámanna undir stjórn konungs.
3 Af Jedútún: synir Jedútúns, þeir Gedalja, Serí, Jesaja, Símeí, Hasabja og Mattitja, alls sex. Þeir voru undir stjórn Jedútúns, föður síns, sem lék Drottni þökk og lof á gígju að hætti spámanna.
4 Af Heman: synir Hemans, þeir Búkkía, Mattanja, Ússíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Giddaltí, Rómamtí Eser, Josbekasa, Mallótí, Hótír og Mahasíót. 5 Þeir voru allir synir Hemans, sjáanda konungs, samkvæmt fyrirheiti Guðs um að efla vald hans. Guð gaf Heman fjórtán syni og þrjár dætur.
6 Allir þessir menn voru undir stjórn feðra sinna við sönginn í húsi Drottins. Þeir léku á málmgjöll, hörpur og gígjur við þjónustuna í húsi Guðs að fyrirmælum konungs. 7 Þeir voru tvö hundruð áttatíu og átta talsins ásamt embættisbræðrum sínum sem hafði verið kennt að syngja Drottni söngva. Allt voru þetta þjálfaðir menn. 8 Þeir köstuðu hlutkesti um skipan þjónustunnar, jafnt fyrir unga sem aldna, þá sem voru fullnuma og hina sem voru nemar.
9 Fyrsti hluturinn féll á Jósef, annar á Gedalja, bræður hans og syni, tólf alls, 10 þriðji á Sakkúr, syni hans og bræður, tólf alls, 11 fjórði á Serí, syni hans og bræður, tólf alls, 12 fimmti á Netanja, syni hans og bræður, tólf alls, 13 sjötti á Búkkía, syni hans og bræður, tólf alls, 14 sjöundi á Jesarela, syni hans og bræður, tólf alls, 15 áttundi á Jesaja, syni hans og bræður, tólf alls, 16 níundi á Mattanja, syni hans og bræður, tólf alls, 17 tíundi á Símeí, syni hans og bræður, tólf alls, 18 ellefti á Asareel, syni hans og bræður, tólf alls, 19 tólfti á Hasabja, syni hans og bræður, tólf alls, 20 þrettándi á Súbael, syni hans og bræður, tólf alls, 21 fjórtándi á Mattitja, syni hans og bræður, tólf alls, 22 fimmtándi á Jerímót, syni hans og bræður, tólf alls, 23 sextándi á Hananja, syni hans og bræður, tólf alls, 24 sautjándi á Josbekasa, syni hans og bræður, tólf alls, 25 átjándi á Hananí, syni hans og bræður, tólf alls, 26 nítjándi á Mallótí, syni hans og bræður, tólf alls, 27 tuttugasti á Elíjata, syni hans og bræður, tólf alls, 28 tuttugasti og fyrsti á Hótír, syni hans og bræður, tólf alls, 29 tuttugasti og annar á Giddaltí, syni hans og bræður, tólf alls, 30 tuttugasti og þriðji á Mahasíót, syni hans og bræður, tólf alls, 31 tuttugasti og fjórði á Rómamti Eser, syni hans og bræður, tólf alls.