1Þakkið Drottni því að hann er góður,
miskunn hans varir að eilífu.
2Þakkið guði guðanna,
miskunn hans varir að eilífu.
3Þakkið Drottni drottnanna,
miskunn hans varir að eilífu.
4Hann einn vinnur máttarverk,
miskunn hans varir að eilífu.
5Hann gerði himininn af visku,
miskunn hans varir að eilífu.
6Hann breiddi út jörðina á vötnunum,
miskunn hans varir að eilífu.
7Hann skapaði stóru ljósin,
miskunn hans varir að eilífu,
8sólina til að ráða deginum,
miskunn hans varir að eilífu,
9tungl og stjörnur til að ráða nóttinni,
miskunn hans varir að eilífu.
10Hann laust Egypta og deyddi frumburði þeirra,
miskunn hans varir að eilífu,
11leiddi Ísrael burt frá þeim,
miskunn hans varir að eilífu,
12með sterkri hendi og útréttum armi,
miskunn hans varir að eilífu.
13Hann klauf Sefhafið,
miskunn hans varir að eilífu,
14og leiddi Ísrael í gegnum það,
miskunn hans varir að eilífu.
15Hann steypti faraó og her hans í Sefhafið,
miskunn hans varir að eilífu.
16Hann leiddi þjóð sína yfir auðnina,
miskunn hans varir að eilífu,
17sigraði mikla konunga,
miskunn hans varir að eilífu,
18felldi volduga konunga,
miskunn hans varir að eilífu,
19Síhon, konung Amoríta,
miskunn hans varir að eilífu,
20og Óg, konung í Basan,
miskunn hans varir að eilífu.
21Hann gaf þeim land þeirra að erfð,
miskunn hans varir að eilífu,
22 erfðahlut handa Ísrael, þjóni sínum,
miskunn hans varir að eilífu.
23 Hann minntist vor í lægingu vorri,
miskunn hans varir að eilífu,
24 bjargaði oss frá fjandmönnum vorum,
miskunn hans varir að eilífu.
25 Hann fæðir allt sem lifir,
miskunn hans varir að eilífu.
26 Þakkið Guði himinsins,
miskunn hans varir að eilífu.