1 Helgigönguljóð. Eftir Davíð.
Drottinn, hjarta mitt er hvorki dramblátt
né augu mín hrokafull.
Ég færist ekki of mikið í fang,
fæst ekki við það sem er ofvaxið skilningi mínum.
2Sjá, ég hef róað og sefað sál mína.
Eins og lítið barn við brjóst móður sinnar,
svo er sál mín í mér.
3Vona á Drottin, Ísrael,
héðan í frá og að eilífu.