1Hví gera þjóðirnar samsæri,
hví hyggja þær á fánýt ráð?
2Konungar jarðar rísa upp,
höfðingjar ráða ráðum sínum
gegn Drottni og hans smurða:
3„Vér skulum slíta fjötra þeirra
og varpa af oss viðjum þeirra.“
4Hann, sem situr á himni, hlær,
Drottinn gerir gys að þeim.
5Hann talar til þeirra í reiði sinni
og skelfir þá í bræði sinni:
6„Konung minn hef ég krýnt
á Síon, mínu heilaga fjalli.“
7Ég vil kunngjöra úrskurð Drottins,
hann sagði við mig: „Þú ert sonur minn,
í dag hef ég fætt þig.
8Bið þú mig, og ég gef þér þjóðir að erfðum
og víða veröld til eignar:
9Þú skalt mola þær með járnstaf,
mylja þær eins og leirker.“
10Verið því hyggnir, þér konungar,
látið yður segjast, höfðingjar þjóða.
11Þjónið Drottni með lotningu,
kyssið fætur hans titrandi [
12til að firra yður reiði hans
svo að þér farist ekki á veginum
13því að skjótt blossar upp reiði hans.
Sæll er sá er leitar hælis hjá honum.