Þriðja ræða Bildads

1 Bildad frá Súa svaraði og sagði:
2Hans er valdið og óttinn
sem lætur frið ríkja í upphæðum sínum.
3Verða hersveitir hans taldar?
Yfir hverjum lýsir ekki ljós hans?
4Hvernig gæti dauðlegur maður haft rétt fyrir sér frammi fyrir Guði
og hvernig gæti maður, fæddur af konu, verið hreinn?
5Jafnvel tunglið ber ekki birtu
og stjörnurnar ljóma ekki í augum hans,
6hvað þá hinn dauðlegi, maðkurinn sá,
mannssonurinn, ormurinn.