Sálmarnir 67. kafli2017-12-30T21:02:00+00:00
Sálmarnir 67. kafli

1 Til söngstjórans. Með strengjaleik. Sálmur. Ljóð.
2Guð sé oss náðugur og blessi oss,
hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor (Sela)
3svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni
og hjálpræði þitt meðal allra þjóða.
4Lýðir skulu lofa þig, Guð,
þig skulu allar þjóðir lofa.
5Lýðir skulu gleðjast og fagna
því að þú dæmir þjóðirnar réttvíslega
og leiðir lýði á jörðinni. (Sela)
6Lýðir skulu lofa þig, Guð,
þig skulu allar þjóðir lofa.
7Jörðin hefur gefið ávöxt sinn,
Guð, vor Guð, blessi oss,
Guð blessi oss
svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.