1 Til söngstjórans. Með strengjaleik á áttstrengjað hljóðfæri. Davíðssálmur.[
2Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni,
tyfta mig ekki í heift þinni.
3Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota,
lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.
4Sál mín er skelfingu lostin,
Drottinn, hversu lengi?
5Snú þú aftur, Drottinn, bjarga lífi mínu,
hjálpa mér sakir elsku þinnar.
6Þar sem enginn minnist þín í dánarheimum,
hver lofar þig þá í helju?
7Ég er úrvinda af andvörpum mínum,
lauga rekkju mína tárum hverja nótt,
væti hvílu mína táraflóði.
8Augu mín eru döpur af harmi,
sljó vegna allra óvina minna.
9Víkið frá mér, allir illvirkjar,
því að Drottinn hefur heyrt grát minn,
10Drottinn hefur hlustað á ákall mitt,
Drottinn hefur bænheyrt mig.
11Allir fjandmenn mínir verða til skammar og skelfast,
hraða sér sneyptir burt.