Ættbálkur Rúbens

1 Rúben var frumburður Ísraels. Hann var frumburðurinn. En þar sem hann hafði vanhelgað hvílu föður síns var frumburðarrétturinn gefinn sonum Jósefs, sonar Ísraels. Hann var þó ekki skráður sem frumburður í ættartölum 2 því að Júda varð voldugastur bræðra sinna og afkomandi hans varð þjóðhöfðingi þó að Jósef hlyti frumburðarréttinn. 3 Synir Rúbens, frumburðar Ísraels, voru Henok og Pallú, Hesrón og Karmí.
4 Synir Jóels voru Semaja, sonur hans, Góg, sonur hans, Símeí, sonur hans, 5 Míka, sonur hans, Reaja, sonur hans, Baal, sonur hans, og 6 Beera, sonur hans, sem Tílgat Pilneser Assýríukonungur[ flutti í útlegð. Hann var höfðingi niðja Rúbens. 7 Þegar bræður hans létu skrá sig í ættartölur eftir ættum sínum töldust þeir til fjölskyldu hans. Fyrstur þeirra var Jeíel, þá Sakaría 8 og Bela Asasson, Semasonar, Jóelssonar.
Niðjar Rúbens bjuggu í Aróer og allt til Nebó og Baal Meon. 9 Þeir bjuggu á svæði sem lá til austurs, allt að eyðimörkinni sem er vestur frá Efrat, því að þeir áttu miklar hjarðir í landi Gíleaðs. 10 Á dögum Sáls áttu þeir í ófriði við Hagríta. Þegar þeir höfðu fallið þeim í hendur settust þeir að í tjöldum þeirra sem voru um allan austurhluta Gíleaðs.

Ættbálkur Gaðs

11 Synir Gaðs bjuggu andspænis þeim í Basanlandi, allt til Salka. 12 Jóel var höfðinginn og Safam næstur honum, þá Jaenaí og Safat í Basan. 13 Og bræður þeirra voru eftir fjölskyldum: Míkael og Mesúllam og Seba og Jóraí og Jaekan og Sía og Eber, alls sjö. 14 Þeir voru synir Abíhaíls Húrísonar, Jaróasonar, Gíleaðssonar, Míkaelssonar, Jesísaísonar, Jahdósonar, Bússonar. 15 Akí Abdíelsson, Gúnísonar var höfðingi fjölskyldna þeirra. 16 Þeir bjuggu í Gíleað, í Basan og þorpunum umhverfis, og í öllum beitilöndum Sarons, svo langt sem þau náðu. 17 Þeir voru allir skráðir í ættartölur á dögum Jótams Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Ísraelskonungs.
18 Þeir af sonum Rúbens og Gaðs og hálfum ættbálki Manasse, sem voru hermenn, báru skjöld og sverð og spenntu boga og voru þjálfaðir í hernaði. Þeir voru fjörutíu og fjögur þúsund sex hundruð og sjötíu vopnfærir menn. 19 Þeir áttu í ófriði við Hagríta og Jetúr og Nafís og Nódab. 20 Þeir hlutu hjálp og Hagrítar og allir bandamenn þeirra voru seldir þeim í hendur. Þar sem þeir höfðu hrópað til Guðs á hjálp á meðan bardaginn stóð bænheyrði hann þá af því að þeir treystu honum. 21 Þeir tóku með sér hjarðir Hagríta sem herfang, fimmtíu þúsund úlfalda, tvö hundruð og fimmtíu þúsund sauðfjár og tvö þúsund asna. Einnig tóku þeir hundrað þúsund manns. 22 Margir voru lagðir sverði og féllu því að bardaginn var háður að ráði Guðs. Synir Gaðs bjuggu síðan í landi þeirra allt til útlegðarinnar.

Ættbálkur Manasse austan Jórdanar

23 Synir hálfs ættbálks Manasse voru margir og bjuggu í landinu sem nær frá Basan til Baal Hermon og til Seír og Hermonfjalls. 24 Þetta voru höfðingjar ætta þeirra: Efer og Jíseí og Elíel og Asríel og Jeremía og Hódavja og Jahdíel. Þeir voru miklir kappar og nafnkunnir menn, höfðingjar í ættum sínum. 25 En þeir sviku Guð feðra sinna og tóku fram hjá með guðum þjóðanna sem bjuggu í landinu og Guð hafði rutt úr vegi fyrir þeim. 26 Þá blés Guð Ísraels því í brjóst Púl Assýríukonungi, það er Tílgat Pilneser, að flytja niðja Rúbens, Gaðs og hálfan ættbálk Manasse í útlegð. Hann flutti þá til Hala og Habór og Hara og Gósanfljóts. Þar hafa þeir verið allt til þessa dags.

Ættbálkur Leví

27 Synir Leví voru Gersom, Kahat og Merarí. 28 Og synir Kahats voru Amram, Jísehar og Hebron og Ússíel. 29 Og börn Amrams voru Aron og Móse og Mirjam. Og synir Arons voru Nadab og Abíhú, Eleasar og Ítamar. 30 Eleasar gat Pínehas, Pínehas gat Abísúa, 31 Abísúa gat Búkkí og Búkkí gat Ússí 32 og Ússí gat Serahja og Serahja gat Merajót 33 og Merajót gat Amarja og Amarja gat Ahítúb 34 og Ahítúb gat Sadók[ og Sadók gat Akímaas 35 og Akímaas gat Asarja og Asarja gat Jóhanan 36 og Jóhanan gat Asarja. Hann gegndi prestsþjónustu í musterinu sem Salómon reisti í Jerúsalem. 37 Og Asarja gat Amarja og Amarja gat Ahítúb 38 og Ahítúb gat Sadók og Sadók gat Sallúm 39 og Sallúm gat Hilkía og Hilkía gat Asarja 40 og Asarja gat Seraja og Seraja gat Jósadak. 41 Og Jósadak fór í útlegð þegar Drottinn lét Nebúkadnesar flytja íbúana í Júda og Jerúsalem í útlegð.