1Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi,
Jakobs ætt frá þjóð sem mælti á framandi tungu,
2varð Júda helgidómur hans,
Ísrael konungsríki hans.
3Hafið sá það og flýði,
Jórdan hörfaði undan,
4fjöllin stukku sem hrútar,
hæðirnar sem lömb.
5Hvað veldur því, haf, að þú flýrð,
Jórdan, að þú hörfar undan,
6fjöll, að þér stökkvið sem hrútar,
og þér, hæðir, sem lömb?
7Titra þú jörð fyrir augliti Drottins,
fyrir augliti Jakobs Guðs
8sem gerði klettinn að vatnsflaumi
og tinnusteininn að vatnslind.