1 Til söngstjórans. Með strengjaleik. Maskíl eftir Davíð 2 þegar Sifítar komu og sögðu við Sál: „Davíð felur sig hjá oss.“
3Hjálpa mér, Guð, með nafni þínu,
rétt hlut minn með mætti þínum.
4Guð, heyr þú bæn mína,
ljá eyra orðum munns míns.
5Erlendir fjandmenn hafa ráðist gegn mér
og ofbeldismenn sækjast eftir lífi mínu,
eigi hafa þeir Guð fyrir augum. (Sela)
6Sjá, Guð er hjálp mín,
Drottinn er styrkur minn.
7Bölið bitni á fjandmönnum mínum,
eyddu þeim, Drottinn, sakir trúfesti þinnar.
8Þá vil ég færa þér sjálfviljafórnir,
lofa nafn þitt, Drottinn, sem er gott,
9því að það hefur frelsað mig úr hverri neyð
og auga mitt hlakkar yfir fjandmönnum mínum.