1 Helgigönguljóð.
Lofið Drottin, allir þjónar Drottins,
þér sem standið í húsi Drottins um nætur.
2Lyftið höndum til helgidómsins
og lofið Drottin.
3Drottinn blessi þig frá Síon,
hann sem skapaði himin og jörð.