1 Asafsmaskíl.
Guð, hví hefur þú hafnað oss að fullu,
hví rýkur reiði þín gegn gæsluhjörð þinni?
2Minnstu safnaðar þíns
sem þú forðum leystir út þér til eignar,
minnstu Síonarfjalls þar sem þú settist að.
3Bein skrefum þínum að rústunum endalausu,
óvinurinn eyddi öllu í helgidóminum,
4fjandmenn þínir höfðu uppi háreysti á samkomustað þínum
og reistu þar hermerki sín.
5Þeir hjuggu eins og sá
sem sveiflar öxi í þéttum skógi,
6brutu útskurðinn með öxum og hömrum
7og lögðu eld í helgidóm þinn,
vanhelguðu bústað nafns þíns og jöfnuðu við jörðu.
8Þeir hugsuðu með sér: „Vér munum undiroka þá alla.“
Þeir brenndu öll guðshús í landinu.
9Vér sjáum ekki táknin sem oss voru ætluð,
þar er enginn spámaður framar,
enginn meðal vor veit hve lengi þetta varir.
10Hversu lengi, Guð, fær andstæðingurinn að hæða þig?
Á óvinurinn að smána nafn þitt um aldur og ævi?
11Hví dregur þú að þér hönd þína,
hví geymir þú hægri hönd þína í barmi þér?
12Guð er konungur minn frá ómunatíð,
hann, sem færir jörðinni hjálpræði.
13Þú klaufst hafið með mætti þínum,
þú molaðir hausa drekanna á hafinu,
14þú braust hausa Levjatans, [
gafst hann eyðimerkurdýrum að æti,
15þú lést lindir og læki spretta fram,
þurrkaðir upp vatnsmikil fljót,
16þinn er dagurinn og þín er nóttin,
þú gerðir ljós og sól,
17þú ákvaðst öll mörk jarðar,
sumar og vetur gerðir þú.
18Mundu, Drottinn, að fjandmaðurinn spottar
og heimskingjar lasta nafn þitt.
19Ofursel ekki villidýrinu líf turtildúfu þinnar,
gleym ekki um aldur lífi þinna hrjáðu.
20Gef gætur að sáttmála þínum
því að í hverju skúmaskoti landsins ríkir ofbeldi.
21Lát kúgaða ekki snúa frá þér með smán,
megi smáðir og snauðir lofa nafn þitt.
22 Rís upp, Guð, berstu fyrir málstað þínum,
minnstu þess að heimskingjar lasta þig liðlangan daginn,
23 gleym eigi hrópi óvina þinna
og glaumkæti fjandmanna þinna sem sífellt stígur upp.
Sálmarnir 74. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:47+00:00
Sálmarnir 74. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.