1 Til söngstjórans. Lag: Liljur. Kóraítamaskíl. Brúðkaupskvæði.
2Hjarta mitt svellur af ljúfum orðum,
konungi flyt ég kvæði mitt,
tunga mín er sem penni hraðritara.
3Fegurri ert þú öðrum mönnum,
yndi streymir um varir þínar,
fyrir því hefur Guð blessað þig að eilífu.
4Gyrð lendar þínar sverði, þú hetja,
ljóma þínum og vegsemd.
5Sæktu sigursæll fram
í þágu sannleika, mildi og réttlætis.
Hægri hönd þín kenni þér ógnarleg stórvirki.
6Örvar þínar eru hvesstar,
þær hæfa hjarta fjandmanna konungsins,
þjóðir falla að fótum þér.
7Hásæti þitt, Guð, stendur um aldir alda,
veldissproti ríkis þíns er réttlætissproti.
8Þú elskar réttlæti og hatar ranglæti,
þess vegna hefur Guð, þinn Guð, smurt þig fagnaðarolíu
fremur en félaga þína.
9Allur skrúði þinn angar af myrru, alóe og kassíu,
þú gleðst af strengleik úr fílabeinshöllum.
10Konungsdætur eru meðal vildarkvenna þinna,
þér á hægri hönd er drottningin búin Ófírgulli.
11Heyr, dóttir, gættu að og legg við hlustir,
gleym þjóð þinni og föðurætt,
12þá mun konungurinn þrá fegurð þína,
þú skalt lúta honum því að hann er herra þinn.
13Dóttirin Týrus færir gjafir,
auðmenn þjóðarinnar leita hylli þinnar.
14Konungsdóttirin er hlaðin skarti,
klæði hennar ofin gulli.
15Í glitofnum klæðum er hún leidd fyrir konung,
meyjar fylgja henni,
vinkonur hennar eru færðar fram fyrir þig.
16Þær eru leiddar inn með fögnuði og gleði,
ganga inn í höll konungs.
17Í stað feðra þinna koma synir þínir,
þú munt gera þá að höfðingjum um land allt.
18Ég vil lofa nafn þitt frá kynslóð til kynslóðar,
þess vegna munu þjóðir vegsama þig um aldur og ævi.
Sálmarnir 45. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:40+00:00
Sálmarnir 45. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.