1Þakkið Drottni, ákallið nafn hans,
gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna.
2Syngið honum lof, leikið fyrir hann,
segið frá öllum máttarverkum hans.
3Hrósið yður af hans heilaga nafni,
hjarta þeirra sem leita Drottins gleðjist.
4Leitið Drottins og máttar hans,
leitið sífellt eftir augliti hans.
5Minnist dásemdarverkanna sem hann vann,
tákna hans og dómanna sem hann kvað upp,
6þér niðjar Abrahams, þjóns hans,
synir Jakobs sem hann útvaldi.
7Hann er Drottinn, Guð vor,
um víða veröld gilda boð hans.
8Hann minnist að eilífu sáttmála síns,
fyrirheitanna sem hann gaf þúsund kynslóðum,
9sáttmálans sem hann gerði við Abraham
og eiðsins sem hann sór Ísak
10og setti sem lög fyrir Jakob,
ævarandi sáttmála fyrir Ísrael.
11Hann sagði: „Þér fæ ég Kanaansland,
það skal vera erfðahlutur yðar,“
12þegar þeir voru fámennur hópur
og bjuggu þar sem fáliðaðir útlendingar.
13Þeir reikuðu frá einni þjóð til annarrar,
frá einu konungsríki til annars.
14Hann leið engum að kúga þá
en hegndi konungum þeirra vegna.
15„Snertið eigi mína smurðu
og gerið eigi spámönnum mínum mein.“
16Þegar hann kallaði hungur yfir landið,
svipti þá öllum birgðum brauðs,[
17sendi hann mann á undan þeim.
Jósef var seldur sem þræll,
18þeir særðu fætur hans með fjötrum,
settu háls hans í járn
19þar til orð hans rættust
og orð Drottins sönnuðu mál hans.
20Konungur sendi boð og lét leysa hann,
drottnari þjóðanna leysti fjötra hans,
21gerði hann herra húss síns
og stjórnanda allra eigna sinna
22 svo að hann gæti leiðbeint hirðmönnum að vild
og kennt öldungum hans speki.
23 Ísrael kom til Egyptalands,
Jakob varð gestur í landi Kams.
24 Drottinn jók stórum frjósemi lýðs síns,
gerði hann fjölmennari en fjandmenn hans.
25 Hann sneri hjarta Egypta til haturs á lýð sínum,
til lævísi gegn þjónum sínum.
26 Hann sendi Móse, þjón sinn,
og Aron sem hann hafði valið sér.
27 Þeir gerðu tákn hans í Egyptalandi
og undur í landi Kams.
28 Hann sendi sorta og myrkvaði landið
en þeir þrjóskuðust gegn boðum hans.
29 Hann breytti vötnum þeirra í blóð
og drap fiska þeirra,
30 land þeirra varð kvikt af froskum
alla leið inn í herbergi konungs.
31 Hann bauð og þá komu flugur,
mývargur um allt land þeirra.
32 Hann sendi hagl fyrir regn,
logandi eld yfir land þeirra,
33 sló niður vínvið þeirra og fíkjutré
og braut niður trén í landi þeirra.
34 Hann bauð og engisprettur komu,
lirfur sem ekki varð tölu á komið,
35 sem átu allar jurtir í landi þeirra,
allan ávöxt á ökrum þeirra.
36 Hann laust alla frumburði í landi þeirra til bana,
frumgróða karlmennsku þeirra.
37 Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli
og enginn af ættbálkum hans hrasaði.
38 Egyptar glöddust yfir brottför þeirra
því að ótti var kominn yfir þá.
39 Hann breiddi út ský sem hlíf
og eld til að lýsa um nætur.
40 Þeir báðu, þá sendi hann lynghænsn
og mettaði þá með brauði af himni.
41 Hann klauf klett og vatn vall fram,
rann sem fljót um skrælnað land.
42 Þar sem hann minntist síns heilaga heits
við Abraham þjón sinn
43 leiddi hann lýð sinn með gleði,
sína útvöldu með fögnuði.
44 Hann gaf þeim lönd annarra þjóða,
þeir eignuðust ávöxt af erfiði þjóðanna
45 svo að þeir héldu lög hans
og varðveittu boðorð hans.
Hallelúja.
Sálmarnir 105. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:21+00:00
Sálmarnir 105. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.