Skrá um sigraða konunga
1 Þetta eru konungar landsins sem Ísraelsmenn sigruðu. Þeir tóku síðan land þeirra til eignar austan Jórdanar, frá Arnondal að fjalllendi Hermon og allt sléttlendið austan megin. 2 Síhon, konungur Amoríta, sem sat í Hesbon, ríkti yfir landinu frá Aróer sem er í útjaðri Arnondalsins og nær yfir hálft Gíleað að Jabbokadal sem er landamæri Ammóníta. 3 Einnig ríkti hann yfir Arabasléttunni að Kinneretvatni,[ að vatninu á sléttlendinu, Saltasjó[ í austur í átt að Bet Jesímót og suður að hlíðum Pisgafjalls.
4 Enn fremur lönd Ógs, konungs í Basan, sem var einn Refaítanna sem eftir voru og sat í Astarót og Edrei. 5 Hann réð Hermonfjöllum og Salka og öllu Basan að löndum Gesúríta og Maakatíta og auk þess hálfu Gíleað að landi Síhons, konungs í Hesbon. 6 Móse, þjónn Drottins, og Ísraelsmenn höfðu sigrað þá. Síðan hafði Móse, þjónn Drottins, fengið niðjum Rúbens og Gaðs ásamt hálfum ættbálki Manasse þetta land til eignar.
7 Þetta eru konungar landsins sem Jósúa og Ísraelsmenn sigruðu vestan megin við Jórdan á svæðinu frá Baal Gað í Líbanondalnum og að Halakfjalli sem gnæfir yfir Seír. Land þessara konunga fékk Jósúa Ísrael til eignar, hverjum ættbálki sinn hlut sem hér segir:
8 Í fjalllendinu og á láglendinu, á Arabasléttunni, í fjallshlíðunum, í eyðimörkinni og Suðurlandinu, land Hetíta, Amoríta, Kanverja, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta:
9 Konungurinn í Jeríkó einn, konungurinn í Aí, sem er til hliðar við Betel, einn, 10 konungurinn í Jerúsalem einn, konungurinn í Hebron einn, 11 konungurinn í Jarmút einn, konungurinn í Lakís einn, 12 konungurinn í Eglon einn, konungurinn í Geser einn, 13 konungurinn í Debír einn, konungurinn í Geder einn, 14 konungurinn í Horma einn, konungurinn í Arad einn, 15 konungurinn í Líbna einn, konungurinn í Adúllam einn, 16 konungurinn í Makkeda einn, konungurinn í Betel einn, 17 konungurinn í Tappúa einn, konungurinn í Hefer einn, 18 konungurinn í Afek einn, konungurinn í Saron einn, 19 konungurinn í Madon einn, konungurinn í Hasór einn, 20 konungurinn í Simrón Meróm einn, konungurinn í Aksaf einn, 21 konungurinn í Taanak einn, konungurinn í Megíddó einn, 22 konungurinn í Kedes einn, konungurinn í Jokneam við Karmel einn, 23 konungurinn í Dór á Dórhæð einn, konungurinn yfir Gojím í Galíleu einn, 24 konungurinn í Tirsa einn, alls þrjátíu og einn konungur.