1 Til söngstjórans. Davíðssálmur. Ljóð.
2Þér ber lofsöngur, Guð á Síon,
og við þig séu heitin efnd.
3Þú, sem heyrir bænir,
til þín leita allir menn.
4Þegar misgjörðir vorar verða oss um megn
fyrirgefur þú oss.
5Sæll er sá sem þú velur og lætur nálgast þig,
hann fær að dveljast í forgörðum þínum.
Vér mettumst af gæðum húss þíns,
heilagleik musteris þíns.
6Þú bænheyrir oss af réttlæti
með ógnvekjandi verkum,
þú Guð hjálpræðis vors,
þú athvarf allra endimarka jarðarinnar
og fjarlægra stranda,
7þú sem festir fjöllin með krafti þínum,
gyrtur styrkleika,
8þú lægir brimgný hafanna,
öldugnýinn og háreysti þjóðanna.
9Þeir sem búa við endimörk jarðar
skelfast máttarverk þín,
austrið og vestrið lætur þú fagna.
10Þú annast landið og vökvar það,
fyllir það auðlegð.
Lækur Guðs er bakkafullur,
þú sérð mönnum fyrir korni
því að þannig hefur þú gert landið úr garði.
11Plógförin á jörðinni gegnvætir þú,
sléttar plægt land,
mýkir jarðveginn með regnskúrum,
blessar það sem úr honum vex.
12Þú krýndir árið með gæsku þinni,
vagnspor þín drjúpa af feiti.
13Beitilöndin í auðninni gleðjast,
hæðirnar gyrðast fögnuði,
14hagarnir klæðast hjörðum
og dalirnir þekjast korni,
allt fagnar og syngur.
Sálmarnir 65. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:44+00:00
Sálmarnir 65. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.