1 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Davíðsmiktam.
2Þér voldugu, talið þér í sannleika það sem rétt er?
Dæmið þér mennina af sanngirni?
3Nei, allir aðhafist þér ranglæti á jörðu,
hendur yðar deila út ofbeldi.
4Guðlausir menn villast allt frá fæðingu,
lygarar fara villir vegar frá móðurskauti.
5Þeir eru eitraðir sem slanga,
eins og heyrnarlaus eiturnaðra
sem lokar eyrum sínum
6og hlustar ekki á rödd slöngutemjarans,
hins slungna töframanns.
7Guð, brjóttu tennurnar í munni þeirra,
mölvaðu vígtennur ljónanna, Drottinn,
8láttu þá renna í sundur eins og vatn sem seytlar burt,
skrælna eins og gras á vegi,
9eins og snigil sem leysist upp í slím,
andvana fætt barn sem aldrei sér sólina.
10Áður en þyrnar þeirra vaxa saman í runna
feykir hann þeim burt eins og þistlum og illgresi. [
11Hinn réttláti mun fagna
þegar hann sér hefndina,
hann mun lauga fætur sína í blóði hinna óguðlegu.
12Þá munu menn segja: „Hinn réttláti hlýtur umbun,
til er Guð sem dæmir á jörðinni.“
Sálmarnir 58. kafliHið íslenska biblíufélag2020-05-30T18:12:43+00:00
Sálmarnir 58. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.