Þjóðir heims
1 Þetta er ættartala sona Nóa, Sems, Kams og Jafets. Þeim fæddust synir eftir flóðið.
2 Synir Jafets voru Gómer, Magog, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.
3 Synir Gómers voru Askenas, Rífat og Tógarma.
4 Synir Javans voru Elísa, Tarsis, Kittím og Ródaním.
5 Út frá niðjum Jafets kvísluðust eyþjóðirnar í löndum sínum, sérhver eftir tungu sinni, eftir ætt sinni og þjóðerni.
6 Synir Kams voru Kús, Misraím, Pút og Kanaan.
7 Synir Kúss voru Seba, Havíla, Sabta, Ragma og Sabteka.
Synir Ragma voru Saba og Dedan.
8 Kús gat Nimrod. Hann var fyrsti valdsmaðurinn á jörðinni. 9 Hann var mikill veiðimaður fyrir Drottni. Því er máltækið: „Mikill veiðimaður fyrir Drottni eins og Nimrod.“ 10 Babel, Erek, Akkad og Kalne í Sínearlandi voru stofninn í ríki hans. 11 Frá því landi fór hann til Assýríu og byggði Níníve, Rehóbót-Ír, Kala 12 og einnig Resen, hina miklu borg milli Níníve og Kala.
13 Misraím gat Lúdíta, Anamíta, Lehabíta, Naftúhíta, 14 Patrúsíta, Kaslúkíta og Kaftóríta en frá þeim eru Filistear komnir.
15 Kanaan gat Sídon, frumgetinn son sinn, og Het 16 og einnig Jebúsíta, Amoríta og Gírgasíta, 17 Hevíta, Arkíta, Síníta, 18 Arvadíta, Semaríta og Hamatíta. Og síðan breiddust ættflokkar Kanverja út. 19 Landamerki Kanverja eru frá Sídon um Gerar og allt til Gasa. Þá er stefnan um Sódómu og Gómorru og Adma og Sebojím, allt til Lasa.
20 Þessir voru synir Kams eftir ætt þeirra, tungu, löndum og þjóðerni.
21 Sem fæddust einnig synir. Hann var ættfaðir allra Eberssona og eldri bróðir Jafets.
22 Synir Sems voru Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd og Aram.
23 Synir Arams voru Ús, Húl, Geter og Mas.
24 Arpaksad gat Sela og Sela gat Eber.
25 Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan.
26 Joktan gat Almódad, Selef, Hasarmavet, Jara, 27 Hadóram, Úsal, Dikla, 28 Óbal, Abímael, Seba, 29 Ófír, Havíla og Jóbab. Allir þessir voru synir Joktans. 30 Heimkynni þeirra voru frá Mesa um Sefar og allt til austurfjallanna.
31 Þessir voru synir Sems eftir ætt þeirra, tungu, löndum þeirra og þjóðerni.
32 Þessar voru ættir sona Nóa eftir uppruna þeirra og þjóðerni. Og frá þeim kvísluðust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.