S. Páls pistill
til Titum
I.
Páll, þjón Guðs en postuli Jesú Christi, eftir trúnni Guðs útvaldra og viðurkenning sannleiksins sem til guðrækninnar leiðir upp á von eilífs lífs, hverja tilsagt hefur sá ekkert lýgur, Guð, fyrir ævinlegar aldir en opinberað hefur í sinni tíð sín orð fyrir þá prédikan sem mér er tiltrúuð eftir boði Guðs vors lausnara
Tito, mínum réttilegum syni, eftir beggja okkar trú:
Náð, miskunn, friður, af Guði föður og Drottni Jesú Christo vorum frelsara.
Vegna þess lét eg þig eftir í Krít það þú skyldir bæta um það hvað brest hafði og öldungana niður að estja um borgirnar so sem eg bífalaði þér. [ So það ef nokkur er óstraffanlegur, einnrar kvinnu eiginmaður, hver eð trúlynd börn hefur, eigi orðræmd, það þau sé ofeyðslumenn eður óhlýðin. Því að biskupi byrjar að vera óstraffanlegur so sem Guðs tilsjónarmanni, eigi einsinnaður, eigi reiðinn, enginn vínsvelgur, eigi baráttusamur, eigi neins skemmilegs ávinnings gírugur, heldur gestrisinn, góðlyndur, skírlífur, réttferðugur, guðrækinn, hreinlífur, sá sem fastheldinn er þess orðs sem sannarlegur lærdómur er og sá aðra kann læra so að hann sé máttugur til að áminna fyrirheilsusamlegan lærdóm og að straffa þá sem á móti mæla.
Því að þar eru margir djarfir hégómaþvættarar og villumenn, einna mest út af umskurninni, á hverjum vér hljótum munninn til að byrgja, hverjir nálega öllum húsum umvelta og kenna það sem ekki hæfir fyrir skemmilegs ávinnings sakir. Nokkur út af þeim sjálfra þeirra spámaður sagði: „Krítarmenn eru jafnlega lygigjarnir, illkvikindi og letisamir magar.“ [ Þessi vitnisburður er sannur.
Hvers vegna þú straffa þá snarplega upp á það þeir sé heilbrigðir í trúnni og gefi öngvar gætur að þeim gyðinglegum ævintýrum og mannaboðorðum sem í burt snúa frá sannleiknum. Hreinum eru allir hlutir hreinir en saurugum og vantrúuðum er ekkert hreint heldur eru saurug þeirra hugskot og samviska. Þeir segjast þekkja Guð en með verkunum afneita þeir því. Því að þeir eru bölvanlegir og vantrúaðir og til allra góðra verka óskikkanlegir.