Kveðja. Hvílíkur sá eigi að vera, sem Títus setur til kennara á Krít; Páll lýsir Krítarmönnum, og skipar að ávíta þá.

1Páll, Guðs þjón, postuli Jesú Krists, settur vegna trúar Guðs útvaldra og sannleikans þekkingar, guðrækni til eflingar,2og til vonar á eilífu lífi, er hinn sannorði Guð hafði heitið frá eilífð,3en gjörði á sínum tíma þetta sitt heit kunnugt, með þeirri boðun, er mér er á hendur falin eftir Guðs vors Frelsara tilskipun,4óskar Títusi, mínum sannkölluðum syni eftir beggja sameiginlegri trú, náðar, miskunnar og friðar af Guði Föður, og Drottni Jesú Kristi, vorum Frelsara.
5Þess vegna skildi eg þig eftir í Krít, til þess þú færðir í lag það, sem á brast, og tilsettir öldunga í sérhvörri borg, eins og eg skipaði þér:6þann er væri ólastanlegur, einnar konu eiginmaður, sem ætti trúuð börn, er hvörki hefðu illt orð á sér fyrir ótérlegt líferni, né væru óhlýðin.7Því biskup á að vera ólastanlegur, svo sem Guðs ráðsmaður, enginn sjálfbirgingur; ekki reiðigjarn, ekki drykkjumaður, eigi ofstopasamur, né svívirðilegs ávinnings gírugur;8heldur gestrisinn, gott elskandi, ráðsvinnur, réttvís, heilagur, bindindissamur,9sem heldur fast við þann trúverðuga lærdóm, svo að hann bæði sé fær um að fræða í þeim heilsusama lærdómi, og að hrekja þá, sem móti mæla.10Því margir eru þverbrotnir, fara með þvætting og leiða aðra í villu, allra helst hinir umskornu;11þá ber honum að niðurþagga; því þeir umsnúa heilum heimilum með því þeir kenna það, sem ósæmilegt er, fyrir svívirðilegs ávinnings sakir.12Eitt af þeirra eigin skáldum segir um þá: Krítarmenn eru sífelldir lygarar, ill dýr og letimagar. Þessi vitnisburður er sannur.13Ávíta þú þá þess vegna harðlega, svo þeir séu heilhuga í trúnni,14og gefi ekki gaum að bábiljum Gyðinga og setningum þeirra, sem fráhverfir eru sannleikanum.15Hreinum er að sönnu allt hreint; en þeim, sem saurgaðir eru og vantrúaðir, er ekkert hreint; þeirra hugarfar og samviska er saurguð.16Þeir viðurkenna, að þeir þekki Guð, en neita því með verkunum, þeir eru viðurstyggilegir, þverúðarfullir og til hvörs góðs verks óhæfir.

V. 2. 4 Mós. b. 23,19. 2 Tím. 12,3. Róm. 1,2. V. 3. Efes. 3,9. Kól. 1,26. V. 4. 1 Tím. 1,2. sbr. við Fil, 2,20.22. V. 5. Matt. 24,45. 1 Pét. 5,2. 3 Mós. b. 10,9. Efes. 5,18. V. 8. 1 Tím. 3,2. V. 10. það er: Gyðingar; sjá t.d. Post. g. b. 15,1. V. 11. sbr. 2 tím. 3,6. 1 Tím. 6,5. V. 14. 1 Tím. 1,4. 4,7. Esa. 29,13. Kól. 2,14.16. V. 15. það er: sá, sem hefir dyggðugt hugarfar, hann verður ekki Guði misþóknanlegur fyrir það, hvað hann etur eða drekkur. Matt. 15,11. Lúk. 11,39.40. 1 Kor. 6,12. sbr. og Róm. 14,14.15.20.21.23. en sá, sem hefir vont hugarfar, er ætíð Guði misþóknanlegur. það er: af meðvitund vondrar breytni. V. 16. 2 Tím. 3,5.8.