LXXVI.

Guð er kunnigur í Júda, í Ísrael er hans nafn vegsamlegt.

Til Salem er hans tjaldbúð og hans heimili til Síon.

Þar í þeim stað sundurbrýtur hann örvarnar bogans, skjöld, sverð og styrjöld. Sela.

Herralegri og megtugri ertu heldur en þau [ ránsfjöllin.

Hinir forsugu hljóta ræntir að verða og að sofna út af og allt stríðsfólk þa hlýtur sér hendur að falla láta.

Af þinni straffan, Guð Jakob, síga í svefn bæði hestar og vagnar.

Ógurlegur ert þú, hver fær staðist fyrir þér nær eð þú reiðist?

Nær eð þú lætur dómsaðkvæðin heyrast af himnum þá skelfist jarðríkið og hljóðnar við,

hvenær eð Guð tekur sig upp til að dæma það hann hjálpi öllum fáráðum á jörðu. Sela.

Nær eð mennirnir æða í gegn þér þá vinnur þú sigurinn og þó þeir ólmist enn meir þá ertu enn reiðubúinn.

[ Heitið og haldið það Drottni yðar Guði, þér allir sem hér í kringum hann eruð, skenkið gjafir Þeim hræðilega,

hann sem huglausa gjörir höfðingjana og hræðilegur er meðal konunganna á jörðu.