Þakklæti fyrir sigur.

1Til Söngmeistarans á hljóðfæri. Lofsöngur Asafs.2Alþekktur er Guð í Júdeu, í Ísrael er hans nafn mikið.3Í Salem er hans tjaldbúð, og hans bústaður á Síon,4þar sundurbraut hann bogans eldingar, skjöld, sverð og önnur stríðsverkfæri. (Málhvíld).5Dýrðlegur ertu, og vegsamlegri en ræningjafjöllin.6Þeir dramblátu í hjarta voru rændir og sofnuðu til fulls, og enginn af stríðsmönnunum gat fundið sínar hendur.7Af þinni hótun, Jakobs Guð! féllu í djúpan svefn bæði þeir sem voru á vögnum og hestum.8Óttalegur ertu! hvör getur staðist fyrir þínu augliti, þegar þú reiðist?9Frá himni léstu þinn dóm heyra; jörðin skelfdist, og hljóðnaði við,10þegar Guð bjó sig til dóms, til að frelsa þá hógværu á jörðu. (Málhvíld).11Því mannanna reiði verður þér til vegsemdar þegar þú girðist þinni frekustu reiði.
12Gjörið heit, og greiðið það Drottni yðar Guði, allir þér sem eruð kringum hann, færið gáfur þeim óttalega.13Hann lækkar dramb höfðingjanna, og er kóngum jarðarinnar óttalegur.