IIII.
En á þeim síðustu daugum skal það fjallið, á hverju eð hús Drottins stendur, vissilegana hærra vera en öll fjöll og upphefjast yfir allar hæðir. [ Og fólkið skal hlaupa þar til og margir heiðingjar skulu fara og segja: „Komið, vér viljum ganga upp til fjalls Drottins og til hússins Guðs Jakobs so að hann læri oss sína vegu og vér skulum ganga á hans gautum.“ Því lögmálið skal útganga af Síon en orð Drottins af Jerúsalem.
Hann skal [ dæma á meðal mikils fólks og straffa marga heiðingja í fjarlægum löndum. Þeir skulu gjöra sín sverð að plógjárnum og þeirra spjót til sigða og þar skal ekkert fólk reisa sverð á mót öðru og þeir skulu ekki þaðan í frá læra að stríða. Hver skal búa undir sínu víntré og fíkjutré án ótta því að Drottins Sebaót munnur hefur sagt það. Því að hvert fólk skal ganga í síns guðs nafni en vér skulum ganga í vors Drottins Guðs nafni ætíð og ævinlega. [
Á þeim tíma, segir Drottinn, vil eg samansafna höltum og þeim útreknu til samans koma og þeim sem eg hefi plágað og eg vil láta þá höltu fá arf og þeir útskúfuðu skulu verða að miklu fólki. Og Drottinn skal vera kóngur yfir þeim á fjallinu Síon héðan í frá og að eilífu. Og þú, Eder, sá sterki turn Síonsdóttir, þín gyllinirósa skal koma, sá fyrsti höfðingskapur sem er Jerúsalemdóttir kóngsríki. Hvar fyrir heldur þú þér nú til annarra vina? Er ekki kóngurinn hjá þér? Og eru allir þínir ráðgjafarar í burtu so að þar er kominn soddan hrelling yfir þig, líka sem yfir jóðsjúka konu? Ó minn hjartanlegi, líð þú vel svoddan hrelling og styn þú, dóttir Síon, líka sem sú hin jóðsjúka. Því þú mátt vissulega út af staðnum og búa á markinni og koma til Babýlon. En þú skalt frelsast þaðan aftur, Drottinn skal þar frelsa þig frá þínum óvinum.
Því margir heiðingjar skulu flykkjast í mót þér og segja: „Hún er forboðuð, vér viljum sjá vora lyst á Síon!“ En þeir vita ekki Drottins hugsun og merkja ekki hans ráðagjörð, að hann hefur safnað þeim til samans líka sem öðru bindini í kornhlöðu. Þar fyrir þá rís þú upp að þreskja, þú Síonsdóttir, því eg vil gjöra þér járnhorn og koparneglur og þú skalt í sundurslá margt fólk. So vil eg heita að gefa Drottni þeirra góss og þeirra eignir, þeim sem drottnar yfir öllum heimi. En þú stríðskvinna, herklæðstu nú því þeir vilja umkringja oss og slá Ísraels dómendur á kinnbeinið með keppum.