XXXVI.
Og það skeði so á því fjórtánda ári kóngsins Ezechias það kóngurinn af Assyria, Senakeríb, dró upp í móti öllum borgum í Júda og yfirvann þær. [ Og kóngurinn af Assyria sendi [ Rabsake frá Lakís til Jerúsalem til kóngsins Ezechia með mikla magt og hann nam staðar við þær vatsrennurnar hins efsta díkisins við veginn hjá akrinum litarans.
Og Eljakím sonur Hilkía hofmeistarinn og Sebna canzelerinn og Jóa sonur Assaf skrifarinn gengu út til hans. Og Rabsake sagði til þeirra: „Segið þetta Ezechia: So segir sá hinn mikli kóngur, sá kóngurinn af Assyria: Hvaða traust er það eð þú treystir upp á? Eg held að þú lætur so umtelja fyrir þér sem þú hafir ráð eður magt til að berjast. Upp á hvern treystir þú þá? Að þú ert fallinn frá mér, treystir þú upp á þann í sundurbrotna reyrstafinn Egyptalands? Hver helst ef að nokkur styður sig þar upp á þá gengur hann inn í hans hönd og í gegnumstingur hana, so gjörir faraó kóngur Egyptalands öllum þeim sem upp á hann treysta. En viltu segja mér: Vér treystum upp á Drottin Guð vorn? Hvert er hann ekki sá hvers hæðir og ölturu að Ezechia hefur niðurbrotið og sagt so til Júda og Jerúsalem: fyrir þessu altari skulu þér tilbiðja?
Nú vel, þá reyndu til við minn herra, kónginn af Assyria. Eg vil gefa þér tvö þúsund hesta, láttu sjá til hvört þú kannt hjá þér að fá þá sem þar upp á ríða. Hvernin viltu þá blífa fyrir einum höfuðsmanni hins minnsta þénara míns herra? Og þú treystir upp á Egyptaland fyrir sakir þeirra hervagna og riddaraliðs. Þar með meinar þú að eg hafi án Drottins uppdregið í þetta land til að fordjarfa það? Já, Drottinn sagði til mín: Far þú upp í það land og fordjarfa það.“
En Eljakím og Sebena og Jóa sögðu til Rabsake: „Tala þú við þína þjónustumenn sýrlenskt tungumál það vér skiljum það fullvel og tala ekki við oss Gyðingamál fyrir eyrum fólksins sem upp á múrnum er.“ Þá sagði Rabsake: „Hvort meinar þú það minn herra hafi sent mig til þíns herra aðeins eða til þín slíkum orðum að tala og ekki miklu framar til þeirra manna sem þar upp á múrnum sitja so að þeir með yður éti sinn eigin þrekk og drekki sitt eigið þvag?“ Og Rabsake stóð og kallaði með hárri raust á Gyðingatungu og sagði: „Heyrið þau orðin hins mikla kóngsins af Assyria: So segir kóngurinn: Látið ekki Ezechiam tæla yður það hann kann ekki að frelsa yður. Og látið ekki Ezechiam gefa yður of mikið traust upp á Drottinn það hann segir: Drottinn mun frelsa yður og þessi borg mun ekki gefin verða í hendur kóngsins af Assyria. Hlýðið ekki Ezechia því að svo segir kóngurinn af Assyria:
Gjörið mér það til vilja og gangið út til mín, þá skulu þér, hver yðar sem einn, af sínum vínviði og sínu fíkjutré éta og úr sínum vatsbrunnum drekka þangað til að eg kem og flyt yður út í eitt land það líka er sem yðvart land, það land sem nóg korn og nýtt vín er inni, það land sem nóg brauð og víngarðar eru inni. Látið ekki Ezechiam telja um fyrir yður þar hann segir: Drottinn mun frelsa oss. Hafa nokkuð guðir heiðinna þjóða frelsað hver sitt land af hendi kóngsins í Assyria? Hvar eru þeir guðirnir til Hamat og Arpad? Hvar eru þeir guðirnir Sefarvaím? Hafa þeir nokkuð frelsað Samariam af minni hendi? Hverjir guðir af þessum öllum hafa frelsað sitt land af minni hendi so það Drottinn skyldi frelsa Jerúsalem af minni hendi?“ [
En þeir þögðu og svöruðu honum öngu því að kóngurinn hafði so boðið og sagt: „Svarið honum öngu.“ Þá komu þeir Eljakím sonur Hilkía hofmeistarinn og Sebna canzelerinn og Jóa sonur Assaf skrifarinn með sundurrifnum klæðum og framtöldu honum þau orðin Rabsake. [