XXIII.

Vei yður hirðurum, þér sem fyrirfarið og í sundurdreifið minni hjörð hverja eg fæði, segir Drottinn. [ Þar fyrir segir Drottinn Guð Ísraels út af þeim hirðurunum sem fæðu gefa mínu fólki: Þér hafið í sundurdreift og í burt rekið mína hjörð og hennar ekki vitjað. Sjáið, eg vil sækja yður heim fyrir yðars illskulegs athæfis sakir, segir Drottinn, og eg vil þá sem eftir eru vorðnir af minni hjörð samansafna út af öllum löndum þaðan sem eg hefi í burt drifið þá og eg vil flytja þá aftur til sinna hjarðarhúsa svo að þeir skulu vaxa og margir verða. Og eg vil setja hirðara yfir þá þeir eð þeim skulu fæðslu gefa so að þeir skuli ekki meir hræðast né skelfast né heimsóttir verða, segir Drottinn.

Sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, það eg muni Davíð uppvekja einn réttlætiskvist og hann skal einn konungur vera sá eð vel mun stjórna og upphefja dóminn og réttvísina á jörðu. [ Á þeim tíma skal Júda hólpinn verða og Ísrael ugglaus búa. Og þetta mun hans nafn vera sem þeir munu kalla hann: „Drottinn sem ert vor réttlæting.“

Þar fyrir sjá þú, sá tími mun koma, segir Drottinn, að eigi mun meir sagt verða: [ „So sannarlega sem það Drottinn lifir sá eð útleiddi Ísraelssonu af Egyptalandi“ heldur „So sannarlega sem Drottinn lifir sem heimflutti það sæðið hússins Ísrael út af norðurlandinu“ og úr öllum þeim löndum sem eg hafði í burt rekið þá so að þeir skulu búa í sjálfs þeirra landi.

Á móti þeim prophetunum

Mitt hjarta, það vill sundur springa í mínu lífi, öll mín bein þau skjálfa. Mér fer so sem öðrum fordrukknum manni og sem þeim að hrasar af víni, fyri Drottni og fyrir hans heilögu orði, að landið er so fullt af hórdómum, að landið stendur so herfilegana, að því er so fyrirmælt og að engjarnar á eyðimörkinni eru í burt þornaðar og þeirra lifnaður er vondur og þeirra stjórnan dugir ekkert. [ Því að bæði prophetarnir og prestarnir eru illmenni og eg finn einnin þeirra illsku í mínu húsi, segir Drottinn. Þar fyrir er þeirra vegur so sem einn hálkuvegur í myrkrinu á hverjum eð þeir skriðna og falla. Því að eg vil láta ógæfu yfir þá koma á því ári nú þá þeirra verður vitjað, segir Drottinn.

Að sönnu þá sá eg heimsku í hjá prophetunum í Samaria að þeir spáðu fyrir Baal og afvegaleiddu mitt fólk Ísrael. En í hjá prophetunum til Jerúsalem sé eg svívirðingar, hvernin að þeir drýgja hórdóma og fara með lygar og styrkja hinu illskufullu so það enginn skuli snúa sér í burt frá sinni illgirni. [ Allir eru þeir fyrir mér líka sem Sódóma og hennar borgarmenn svo sem Gómorra. Þar fyrir segir Drottinn Sebaót so af þeim prophetunum: Sjá þú, eg vil fæða þá með beiskri malurt og gefa þeim gall að drekka því að af þeim prophetunum til Jerúsalem kemur hræsni út í allt landið.

So segir Drottinn Sebaót: Hlýðið ekki orðum þeirra prophetanna sem spá fyrir yður. Þeir villa yður það þeir prédika sjónir síns hjarta og ekki af munni Drottins. Þeir segja til þeirra sem mig lasta: „Drottinn hefur sagt það að yður skuli vel ganga“ og þeir segja til allra þeirra sem ganga eftir sínu sjálfs hjartans hugboði: [ „Það skal engin ógæfa koma yfir yður.“ Því að hver hefur so nálægt verið ráðagjörð Drottins að hann hafi séð eða heyrt hans orð? Hver hefur formerkt og heyrt hans orð?

Sjá þú, stormvindur Drottins mun koma með grimmd og eitt hræðilegt hretviðri mun falla yfir höfuð hinna óguðlegu. Og reiði Drottins mun eigi afláta þangað til að hann hefur það fullgjört og því til vegar komið sem honum býr í skapi. Hér eftir á seinna meir munu þeir vel formerkja það. Eg senda ekki þá prophetana, þó hlupu þeir samt. Eg talaði ekki til þeirra, þó spáðu þeir. Því þar sem þeir hefðu verið við mitt ráð og hefðu prédikað mitt orð mínu fólki, þá hefðu þeir í burt snúið því frá sínu vondu athæfi og frá sínum vöndslegum lifnaði.

Er eg ekki sá Guð sem nálægur er, segir Drottinn, og ekki sá Guð sem fjarlægur er? Þenkir þú að nokkur kunni so leynilegana að fela sig það eg fái eigi séð hann? segir Drottinn. Er eg eigi sá sem uppfyllir himin og jörð? segir Drottinn.

Eg heyri það vel að prophetarnir þeir prédika og spá falsklega í mínu nafni og segja: „Mig dreymdi það, mig dreymdi það.“ Hvenar munu þeir prophetarnir vilja þó linna þessu að spá falsklegana og að spá fyrir þeirra hjartans svikræði og vilja að mitt fólk það forgleymi mínu nafni vegna þeirra drauma sem hver þeirra prédikar fyrir öðrum líka sem að þeirra forfeður forgleymdu mínu nafni fyrir Baals sakir?

Sá propheti sem hefur drauma, hann prédiki drauma. En hver hann hefur mitt orð, sá prédiki mitt orð réttilegana. Hvað skulu agnirnar hjá hveitinu? segir Drottinn. Er mitt orð ekki líka sem einn eldur, segir Drottinn, og líka sem einn járnhamar sá eð björgin í sundurmolar?

Þar fyrir sjá þú, eg vil til við þá prophetana, segir Drottinn, þeir eð [ stela mínu orði hver eftir annan. Sjá þú, eg vil finna þá prophetana, segir Drottinn, sem framflytja þeirra eigin orð og segja: „Hann hefur sagt það.“ Sjá þú, eg vil finna þá sem fyrirspá falsklega drauma, segir Drottinn, og prédika þá hinu sömu og villa so mitt fólk með sínum lygum og lausmælgi, hverja að eg hefi þó ei útsent og eigi heldur boðið þeim það og þeir eru ekki einnin þessu fólki nytsamlegir, segir Drottinn.

Nær eð þetta fólk eða einn propheti elligar einn prestmaður spyr þig að og segir: „Hver er sá Drottins [ byrðarþungi?“ þá skaltu segja til þeirra hver að sá byrðarþunginn sé: Eg vil burt kasta yður, segir Drottinn. En ef einhver propheti eða prestur elligar fólkið segir: „Það er sá byrðarþunginn Drottins“ þann vil eg heimsækja og hans hús þar til með. En so mun hver til annars tala og sín á millum segja: „Hverju svaraði Drottinn og hvað segir Drottinn?“ Og kallið það ekki meir einn byrðarþunga Drottins það hvers manns sjálfs eigið orð skal vera honum einn byrðarþungi. Þar fyrir að þér umsnúið so orðunum vos Guðs, þess lifanda Drottins Guðs Sebaót. Þar fyrir skulu þér segja so til prophetanna: „Hverju svaraði Drottin þér og hvað segir Drottinn?“

En með því þér segið: „Byrðarþungi Drottins“ þar fyrir þá segir Drottinn so: Nú þér kallið þetta orð einn byrðarþunga Drottins og eg hefi sent til yðar og látið segja til yðar að þér skylduð ekki kalla það einn byrðarþunga Drottins. Sjáið, eg vil yður í burt taka og þann staðinn með yður sem eg hefi gefið yður og yðar forfeðrum og í burt fleygja yður frá mínu augliti og eg vil láta yfir yður koma ævinlega skömm og eilífa forsmán sem aldreigi skal forgleymd verða.