LXI.

Andi Drottins er yfir mér, þar fyrir hefur Drottinn smurt mig. [ Hann hefur sent mig til að prédika volöðum og að græða sundraða í hjörtumog til að prédika þeim herteknu frelsi og það þakknæmilegt ár Drottins og einn hefndardag vors Guðs til huggunar öllum harmþrungnum, til að afreka þeim sorgbitnu í Síon að þeim gefist fegurðarprýðin fyrir öskuna og fagnaðarviðsmjör fyrir hryggðina og hátíðarbúningur fyrir sorgaranda so að þeir kallaðir verði tré réttlætisins, rótsetningin Drottins til dýrkunar. [ Þeir munu þær gömlu foreyddu borgir uppbyggja og útrétta það aftur hvað fyrr meir var niðurbrotið. Þeir munu uppnýja aftur þær foreyddu borgirnar sem um aldur og ævi hafa í eyði legið.

Framandi menn munu standa og yðrar hjarðar gæta og hinir útlensku munu yðrir akurkarlar og víngarðsmenn vera. En þér skuluð Drottins kennimenn heita og þeir munu kalla yður þjóna Guðs vors. Og þér munuð eta auðæfin heiðinna þjóða og hrósa yður yfir þeirra vegsemd. Fyrir yðra forsmán skal tvefalt koma og fyrir yðra vanvirðu skulu þeir glaðværir vera á þeirra akurlöndum. Því að þeir skulu tvisvar sinnum eignast so mikið í þeirra landi, þeir skulu eilíflegan fögnuð hafa. Því að eg em Drottinn sá eð réttdæmið elskar og að hatri hefur það ránfengið fé í brennioffur. Og eg mun það gjöra að þeirra erfiði skal vissilegt vera og einn eilífan sáttmála vil eg gjöra við þá. Og þeirra sæði skal auðkennt meðal heiðinna þjóða og þeirra eftirkomendur meðal fólksins so að allir þeir sem þá munu sjá munu þekkja þá að þeir sé það blessaða sæðið af Drottni.

Eg gleð mig í Drottni og mín sála er glaðværi í Guði mínum [

því að hann hefur íklætt mig með klæðum hjálpræðisins og meður möttlinum réttlætisins klæddi hann mig

líka sem brúðguma skrýddan kennimannlegum tignarbúningi og so sem aðra brúði þá eð glóar í sínu skarti.

Því að líka sem ávöxturinn vex úr jörðunni og sæðið upprennur í grasgarðinum

líka so mun réttlætið og lofsögnin uppganga fyrir öllum þjóðum af Drottni Drottni.