XXVI.
Á þeim tíma mun svodan kvæði sungið vera í landinu Júda:
Vér höfum eina öfluga borg hvörrar múrveggirnir og verjurnar eru hjálpræðið.
Látið upp dyrnar so að þar inngangi það réttvísa fólkið sem trúna varðveitir.
Þú heldur jafnan friðinn eftir sannarlegu fyrirheiti því menn treysta á þig. Þar fyrir þá treystið upp á Drottin eilíflega það Guð Drottinn er eitt eilíft bjarg.
Og hann beygir þá sömu sem byggja á hæðinni, þá háu borgina niðurlægir hann, já, hann niðurlægir hana allt til jarðar so það hún liggur í dufti,
so að hún verði með fótum troðin, já með fótum volaðra, með hælum fátækra.
En vegurinn réttferðugra er sléttur og fótstíginn réttvísra gjörir þú beinan.
Því að vér vonum upp á þig, Drottinn, á veginum þinna réttinda, hjartans lysting stendur til þíns nafns og til þinnar minningar.
Af hjarta girnunst eg þín á nóttinni, þar að auk með mínum anda í mér vakna eg snemma til þín.
Því að nær eð þín réttindi ganga í landinu þá læra þeir innbyggjendur jarðarinnar réttvísina.
En þó að þeim óguðlegum verði náðin framboðin þá læra þeir þó öngva réttvísi
heldur gjöra þeir illa í réttvísu landi það þeir sjá ekki þá dýrðarvegsemd Drottins.
Drottinn, þín hönd er uphafin, það sjá þeir ekki, en þá nær eð þeir sjá það þá munu þeir til skammar verða í þeirri vandlætingu yfir heiðnum þjóðum. Þar að auk muntu foreyða þeim með eldi þar eð þú foreyðir þínum óvinum með.
En oss mun Drottinn friðinn til senda það allt hvað vér útréttum það hefur þú gefið oss.
Drottinn Guð vor, þar drottna enn aðrir herrar yfir oss en þú, en vér hugsum þó alleinasta til þín og til þíns nafns.
Hinir dauðu blífa ekki lifandi, hinir framliðnu standa ekki upp
því að þú hefir vitjað þeirra og afmáð þá og að öngu gjört alla þeirra minning.
En þú, Drottinn, fer áfram meðal heiðinna þjóða, þú fer einatt áfram meðal heiðinna þjóða, auðsýnir þína vegsemd og þú kemst langt allt til enda veraldarinnar.
Drottinn, nær eð hörmungin er fyrir höndum þá vitja þeir þín, nær eð þú agar þá kalla þeir sárgrætilega. [
Líka so sem ólétt kona, nær eð hún á að mestu barn að fæða, þá hefir hún hryggð, kallar upp í sínum harmkvælum, so gengur það oss einnin, Drottinn, fyrir þínu augliti.
So erum vér og einnin þungaðir og vér höfum hryggð so að vér getum varla andardrættinum náð.
Þó getum vér ekki landinu viðhjálpað og þeir byggendur á jarðríkinu vilja ekki falla.
En þínir hinir dauðu munu lifna og meður líkumunum upp aftur rísa.
Vakið upp, lof segið, þér sem liggið í jörðu luktir, því að þín dögg er sú daugg hins græna vallarins en þú munt því dauðra landinu niður kasta. [
Far þú, mitt fólk, inn í þitt svefnhús og lýk aftur dyrnar eftir þér, geym þig þar um lítið augabragð þangað til að reiðin er hjá gengin.
Því að sjá þú, Drottinn mun útganga af sínum stað til að vitja þeirrar illgirni yfir þá sem byggja í landinu so það landið mun opinbera þeirra blóð og ekki lengur fela þá sem drepnir eru þar inni.