XII.

Drottinn, þó að eg vilda þreyta lög við þig þá hefur þú þó réttara en eg hlýt þó samt af lagaréttinum að tala við þig. Hvar fyrir vegnar þeim óguðlegu so vel og þeir forsmánararnir hafa alls konar nægð? [ Þú gróðursetur þá so að þeir fá rætur, vaxa upp og bera ávöxt, þú lætur þá hrósa mikið út af þér og agar þá ekki. En mig, Drottinn, þá þekkir þú og sér til mín og prófar mitt hjarta fyrir þér en þá lætur þú sjálfráða ganga sem sauði so að þeir skuli ekki slátrast og sparar þá til dráps.

Hversu lengi skal þó landið standa so aumlegana og grasið á völlunum í burt þorna so allavegana fyrir innbyggjarana illsku sakir so að bæði fé og fuglar eru þar aldrei síðan? Því að þeir segja: „Hann veit mikið af því hvernin það eigi oss að ganga.“

Fyrst að þeir [ mæða þig sem á fæti ganga, hvernin vill þér þá veita nær eð þú skalt með þeim hlaupa sem ríðandi eru? Og þar sem þú leitar eftir óhræddur að vera í því landinu sem friðurinn er, hvernin mun það þá vilja þér vegna í hjá þeirri hinni drambsömu Jórdan? Því að þínir bræður og þíns föðurs hús forsmá þig einnin og hrópa eftir þér með háreysti. Þar fyrir set þú ekki þitt traust til þeirra þó að þeir tali enn vinsamlegana við þig.

Þar fyrir hlaut eg að yfirgefa mitt heimili og að forðast mína arfleifð og gefa mína elskulega sálu út í óvina hendur. Mín arfleifð er mér orðin so sem eitt león í skógi og grenjar á móti mér, þar fyrir er eg orðinn henni reiður. Mín arfleifð er líka sem einn flekkóttur fugl í kringum hvern það fuglarnir safnast. Komið og samansafnið að yður öllum villidýrunum, komið og uppsvelgið!

Fjöldi hjarðargeymslumanna hefur fordjarfað minn víngarð og niðurtroðið minn akur. Þeir hafa gjört minn fagra akur að eyðimörku, þeir hafa lagt hann í eyði. eg sé og allareiðu hversu aumlegana það hann er í eyði lagður. Já gjörvallt landið er í eyði en þar er enginn sem sér lætur það til hjartans ganga. Því að þeir foreyðendurnir koma hér fram yfir um allar hæðir eyðimerkurinnar og ekki neitt hold mun þá frið hafa. Þeir niðursá hveitinu en illgresið munu þeir uppskera, þeir hafa þar erfiði fyrir en það kemur þó ekki að gagni, af sinni innkomu munu þeir og ekki glaðir vera fyrir grimmdarreiðinni Drottins.

So segir Drottinn í móti öllum þeim mínum vondum nágrönnum sem grípa þá arfleifð sem eg útskipti á meðal míns fólks Ísraels: [ Sjá þú, eg vil í burt slíta þá af þeirra landi og í burt rífa það húsið Júda mitt á meðal þeirra. Og nær eð eg hefi þá í burt slitið þá vil eg þó enn aftur vera þeim miskunnsamur og eg vil flytja hvern til sinnar arfleifðar og inn í sitt land aftur. Og það skal ske ef að þeir læra af mínu fólki að sverja við mitt nafn: „Svo sannarlega sem það Drottinn lifir“ líka sem að þeir kenndu fyrr meir mínu fólki að sverja við Baal, þá skulu þeir uppbyggðir verða á meðal míns fólks. En ef þeir vilja það ekki heyra þá vil eg upprykkja og fyrir koma slíku fólki, segir Drottinn.