VI.

En þá Antiochus kóngur fór aftur og fram um upplönd í ríkinu þá spurði hann til einnrar nafnfrægrar borgar sem hét Elýmaís í Persialandi að þar skyldi vera mikið gull og silfur og stór ríkdómur og að í musterinu væri mikið fé og gullleg klæði, brynjur og skildir hverja Alexander Philippisonur kóngur af Macedonia hafði þangað gefið. [ Þar fyrir kom Antiochus til borgarinnar að ræna hana og rupla en borgarmennirnir fengu njósn þar af. Þar fyrir voru þeir viðbúnir að verja sig. Og Antiochus vann þar ekkert á heldur hlaut hann að reisa í burtu þaðan og hann sneri sinni ferð aftur til Babýlon og líkaði þetta stórilla.

Þá komu honum þau tíðindi að hans herlið væri fallið sem hann hafði sent í landið Júda og að Lýsías hefði orðið að flýja og að Gyðingar hefði fengið stórmikið fé og fjölda vopna í hans herbúðum, hvar með þeir höfðu síðan brynjað sig betur og voru orðnir megtugir og að þeir hefði í burt kastað svívirðingunni úr musterinu til Jerúsalem og hefðu gjört sterka múra til varnar við helgidóminn so sem áður var og þar að auk byggt Bet Súra með sterkum múrum.

Þá Antiochus heyrði þetta varð hann mjög hræddur og hryggur, lagðist fyrir og varð sjúkur af hugarsótt að hans áform lukkaðist ekki og var lengi í þeim sama stað því að hans hryggð óx dag frá degi og gjörði hann so veikan að hann sá sinn dauða fyrir. [

Þar fyrir kallaði hann til sín sína vini og sagði til þeirra: „Eg nýt einskis svefns fyrir sakir þeirrar stóru hryggðar og hjartans angurs sem eg hefi. Aví, hvernin eru nú allir hlutir mér orðnir umskiptilegir? Á meðan hefi eg ríkgt hefi eg haft gleði og sigur og eg hefi einnin haft elsku og stórar virðingar af mínum. En nú er eg so hryggur af hjartans angri og eg minnnist nú á það vonda sem eg gjörði Jerúsalem þá eg burt tók úr musterinu öll gullker og silfurker og lét í hel slá saklaust fólk í Júda. Þar fyrir kemur nú öll þessi ólukka yfir mig so að eg hlýt að deyja af þessari sorg í einu framandi landi.“ Og hann kallaði til sín Philippum, einn af sínum vinum. Þennan gjörði hann að höfuðsmanni yfir allt kóngsríkið og gaf honum kórónuna, skikkjuna og hringinn og bauð honum að uppfóstra sinn son, þann unga Antiochum, og að innsetja hann í kóngsríkið. [ Því nærst andaðist Antiochus í þeim sama stað á því hundraðasta fertugasta og níunda ári. [

Þegar Lýsías heyrði það að kóngurinn var dauður þá gjörði hann þann unga Antiochum son Antiochi hins göfga að kóngi, hvers tyftunarmeistari hann hafði verið og kallaði hann Eupator. [

Nú gjörðu þeir heiðingjar Ísraelsfólki í helgidóminum mikinn skaða, þeir sem kastalann á Síon höfðu inni að halda, því að þeir höfðu eitt sterkt vígi. Þar fyrir ásetti Júdas sér að setjast um þá so að hann fengi þá afmáð. Og fólkið safnaðist saman á því hundraðasta og fimmtugasta ári og fluttu þangað alls kyns vopn og vígvélar. [ Og nokkrir heiðingjar komu úr kastalanum og vildu fara til kóngsins hjálpar að leita. Til þessara gáfu sig margir [ níðingar af Ísrael og fóru með þeim til kóngsins og sögðu: „Hvar fyrir viltu ekki straffa og hefna vorra bræðra? Því að vér vildum hafa verið undirgefnir þínum föður og hlýtt hans boði. Þá féll margt fólk frá oss og hvar þeir ná einum af oss þá slá þeir hann í hel og skipta með sér vorum arfi og þeir pláguðu ei aðeins oss heldur frömdu þeir slíkt í öllu landinu. Og nú hafa þeir umkringt kastalann til Jerúsalem og vilja vinna hann og þeir hafa styrkvan gjört helgidóminn og þá borg Bet Súra. Og ef þú hamlar þeim ekki snarlega þá verða þeir enn styrkvari og gjöra enn meira skaða og muntu ekki þaðan í frá þá yfirunnið geta.“

Þá kóngurinn heyrði þetta varð hann ævareiður og lét samankalla sína höfðingja og höfuðsmenn yfir fótgönguliðinu og riddaraliðinu og hann tók til sín útlenskt fólk af eyjunum og safnaði til samans hundrað sinnum þúshund fótgönguliðs og tuttugu þúsund riddara og tólf og tuttugu fíla vanda við orrostu. [ Þessi her reisti í gegnum Idumeam og er þeir komu við landið settust þeir um Bet Súra og stríddu og stormuðu þar til með alls kyns vígvélum. En Gyðingar féllu út og brenndu þeirra smíðar og börðust allhreystilega.

Og Júdas reisti frá Síonskastala og kom með sinn her til Bet Súra móts við kóngsins herbúðir. [ Þá var kóngurinn snemma uppi um morguninn áður en dagaði og flutti sinn her á veginn til Bet Sakara og lét skipa fylkingar og blása í herlúðra og hann lét stökkva á fílana rauðu víni og mórberjalög svo að þeir skyldu sækja fram og vera grimmir. [ Og hann skipti fílunum á meðal flokkanna so að hjá hverjum fíl skyldu vera þúsund menn fótgangandi, hafandi járnhjálma og brynjur og fimm hundruð hestar. Þessir tóku so vara á fílunum að þeir viku ekki frá þeim og hvert sem menn sneru fílunum þangað skyldu þeir og einnin og hver sem einn fíll bar einn kastala af tré þar á voru tólf og tuttugu stríðsmenn og sá Blámaður sem fílnum stýrði. En þá riddara sem afgengu setti hann á báðar síður til hlífðar við fótgönguliðið so að það skildist eigi í sundur.

Og þá sólin rann upp og skein á þá forgylltu skjöldu þá leiftraði allt fjallið þar af líka sem það hefði verið klár logi. Og kóngsins her fór sumur á fjallinu ofanvert en sumur niðri á sléttlendinu með fylktu liði og forsjálega. Og hver sem til þeirra heyrði þeir skelfdust af þeirra hræðilegum hljóðum og af þeirra mikla mannfjölda og óhljóðum sem þeir gjörðu með sínum verjum og vopnum því að þetta var einn óflýjandi og velbrynjaður her. Og Júdas fylkti sínu liði í móti þeim og sló í hel sex hundruð af kóngsins herliði.

Og þar var einn maður að nafni Elíasar Saurason. [ Hann hugleiddi að einum fíl sem var stærri og betur brynjaður en aðrir og hann hugði að kóngurinn mundi vera þar á. Hann gaf sig í hættu so að hann fengi frelsað Ísraelsfólk og öðlast eitt eilíft nafn. Hann hljóp að með stórri dirfð og þrengdi sér í gegnum óvinafylkingina og felldi margt manna á báðar hendur og hann gaf sig undir fílinn og lagði hann so að fíllinn féll dauður yfir hann og sló hann og so í hel. En af því að Gyðingarnir sáu að kóngsins her var so óvinnandi þá viku þeir afsíðis og yfirgáfu óvinina í það sinn frá sér. Þar fyrir dró kóngsins her til Jerúsalem og kom í Júdaland.

En þeir sem voru í Bet Súra kunnu þar ekki við að haldast fyrir hungurs sakir því að þetta var það sjöunda ár á hverju akrarnir skyldu hvílast og þeir fengu burtfararleyfi af kónginum so að þeir mætti fara óhræddir í burtu þaðan. Þá inntók kóngurinn Bet Súra og setti þar stríðsfólk til að varðveita kastalann og reisti so á veginn til Síon og settist um helgidóminn langan tíma og uppreisti í móti honum allsháttaðar vígvélar. En Ísraelsfólk varðist marga daga úr helgidóminum og gjörði einnin skotvopn og verjur í mót óvinunum. En þeir höfðu ekki heldur fæðslur af því að þetta var hið sjöunda ár. Og þeir framandi Gyðingar sem af heiðingjanna löndum voru fluttir inn í Judeam fyrir vareygðar sakir þeir höfðu eytt öllum þeirra vistum. Og þeir inu heilögu urðu mjög fáir það þeir deyðu af hungri. Þar fyrir urðu þeir að skilja og skipta sér um aðrar borgir.

Á meðan þetta skeði formerkti Lýsías að Philippus (hverjum kóngsins faðir Antiochus hafði að sér lifandi hendi falið þann unga kóng og ríkið) var kominn aftur af Persia og Media með það stríðsfólk sem kóngurinn hafði þangað haft og að Philippus tók ríkisstjórnina til sín. Þar fyrir hastaði hann sinni ferð úr Gyðingalandi aftur í ríkið og hann sagði til konungsins og til höfuðsmannanna: „Vér líðum hér með neyð og höfum ekkert til matar og missum margt fólk og þessi staður er mjög sterkur. En vér höfum þó heima nytsamlegar sakir að handtéra so að vér mættum hafa frið í ríkinu. Vér viljum gjöra fátt við þetta fólk og leyfa þeim að halda sínu lögmáli so sem áður fyrri því að þeir eru þar fyrir reiðir og berjast alleina fyrir þann skuld að vér viljum svipta þá þeirra lögmáli.“ Þessi meining þóknaðist kónginum og höfðingjunum vel.

Og kóngurinn gjörði þeim boð að hann vildi gjöra friðarsáttmála við þá. En sem þeir komu út af sínum kastala þá fór kóngurinn þar inn. Og er hann sá að hann var svo sterkur þá hélt hann eigi sinn eið heldur bauð hann að rífa múrinn niður allt um kring. Eftir það reisti hann í burt með flýti í Antiochiam. Þá formerkti hann að Philippus hafði gjört sig að kóngi og hann barðist við hann og vann staðinn aftur. [