Heyr þú, Ísrael, þú munt í dag ganga yfir um Jórdan so að þú kunnir inn að koma og undir þig að leggja þær þjóðir sem að eru stærri og sterkari en þú, stóra staði, hátt uppmúraða allt í himininn, eitt risavaxið fólk, sonu Enakím, hverja eð þú hefur þekkt og heyrt getið: „Hver kann að standa í móti sonum Enak?“ [
So skaltu vita í dag að Drottinn Guð þinn gengur fyrir þér, einn foreyðandi eldur. Hann mun foreyða þeim og undirleggja þá fyrir þér og hann mun í burtdrífa þá og fyrirkoma þeim snarlega so sem það Drottinn hefur tilsagt þér.
Nær eð Drottinn Guð þinn hefur nú útdrifið þá fyrir þér so seg þú ekki í þínu hjarta: „Drottinn hefur innleitt mig til að eignast þetta land fyrir míns réttlætis sakir“ því að Drottinn í burt drífur þessa heiðingja fyrir þér fyrir sakir þeirra óguðlegs athæfis. [ Þú kemur þar ekki inn til að eignast þeirra land vegna þíns réttlætis og ekki fyrir þíns hjartans réttvísi sakir, heldur útdrífur Drottinn Guð þinn þessa heiðingja fyrir þér vegna þeirra sjálfs illskusamlegs athæfis, so það Drottinn vildi halda þau orð sem hann sór þínum forfeðrum Abraham, Ísak og Jakob.
So skaltu nú vita að Drottinn Guð þinn gefur þér ekki þetta góða landið að eignast fyrir þíns réttlætis sakir, af því að þú ert eitt harðsvírað fólk. Hugleið þú það og gleym því ekki hvernin að þú reittir Drottin Guð þinn til reiði á eyðimörkinni. Í frá þeim degi eð þú drógst út af Egyptalandi allt til þess er þér komuð hingað til þessa staðar þá hafi þér verið Drottni óhlýðugir. [ Því að í Hóreb reittu þér Drottin so mjög að hann í reiði vildi þá í eyði hafa lagt yður þá ég var uppgenginn á fjallið að meðtaka þau steinspjöldin, þær sáttmálans töflur sem Drotitnn gjörði við yður, og ég var þar á fjallinu í fjörutygi daga og fjörutygi nætur og ét át ekki brauð og drakk ekki vatn. Og Drottinn gaf mér tvær steintöflur sem voru skrifaðar með Guðs fingri og þar á öll þau orð sem Drottinn talaði við yður á fjallinu af eldinum á þeim degi sem þér voruð þar til samans komnir.
Og þá eð þeir fjörutygi dagar og fjörutygi nætur voru liðnar þá gaf Drottinn mér tvö steinspjöld sáttmálans og sagði til mín: „Statt upp, far þú snarlega ofan héðan það þitt fólk sem þú útleiddir af Egyptalandi hefur snarlega misgjört. Þeir eru þegar afgengnir þeim vegi sem ég bauð þeim. Þeir hafa gjört sér eitt steypt líkneski.“ Og Drottinn sagði til mín: „Ég sé að þetta fólk er eitt harðsvírað fólk. Láttu mig vera so að ég foreyði þeim og afmái þeirra nöfn undir himninum. Ég vil gjöra eitt stærra og sterkara fólk út af þér en þetta er.“
Og sem ég sneri mér og gekk ofan af fjallinu sem logaði með eldi og hafði þau tvö sáttmálsspjöldin í mínum höndum þá leit ég við og sjá, þá höfðu þér misgjört við Drottin Guð yðarn í því að þér gjörðuð yður einn steyptan kálf og voruð þá þegar afgengnir af þeim veginum sem Drottinn bauð yður. [ Þá greip ég bæði spjöldin og fleygða ég þeim af báðum höndum og í sundurbraut þau fyrir yðar augum. Og ég féll fram fyrir Drottin so sem í fyrstu fjörugyti daga og fjörutygi nætur og át ekki brauð og drakk ekki vatn fyrir allra yðvara synda sakir sem þér höfðuð misgjört þar þér gjörðuð svoddan illskugjörning fyrir Drottni að reita hann svo til reiði. [ Því að ég var hræddur fyrir þeirri reiði og heiftarbræði með hverri að hann var til reiði egndur yfir yður so að hann vildi afmá yður. En Drottinn bænheyrði mig og so í það sama sinn.
Og Drottinn var mjög reiður við Aron so að hann vildi afmá hann. [ En ég bað þann sama tíma fyrir Aron. En yðar synd, þann kálfinn sem þér höfðuð gjört, tók ég og brennda hann upp í eldi og í sundurbraut hann og ég molaði hann í sundur í smátt þangað til að hann varð að dufti og ég kastaði því duftinu í þann læk sem þar rann ofan af fjallinu.
Líka so gjörðu þér Drottin reiðan í Tabera og Massa og í hjá Girndargröfunum. [ Og þá eð hann sendi yður út af Kades Barnea og sagði: „Farið upp og eignist það landið sem ég hefi gefið yður“ þá voruð þér óhlýðugir munni Drottins Guðs yðars og trúðuð ekki á hann og hlýdduð ekki hans raust. Því að þér hafið verið Drottni óhlýðugir so lengi sem það ég hefi þekkt yður.
Þá féll ég fram fyrir Drottin í fjörutygi daga og fjörutygi nætur á hverjum ég lá því að Drottinn sagði að hann vildi afmá yður. [ En ég bað Drottin og sagði: „Drottinn, Drottinn, fordjarfa ekki þitt fólk og þína arfleifð sem þú frelsaðir með þínum mikla krafti og útleiddir af Egyptalandi með voldugri hönd. Minnst þú á þína þénara Abraham, Ísak og Jakob. Álít þú ekki harðúð og illskusamlegt athæfi og misgjörð fólks þessa so að það land skuli ekki segja af hverju þú útleiddir oss: Drottinn gat ekki innleitt þá í það landið sem hann lofaði þeim og hefur því útleitt þá að hann varð þeim reiður að hann so niðurdrepi þá í eyðimörkinni. [ Því að þeir eru þitt fólk og þín arfleifð hvert eð þú útleiddir með stórum krafti og með þínum útréttum armlegg.“