Þegar eð mann finnur nokkurn þann sem að er í hel sleginn í landinu því sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér að eignast og hann liggur á akrinum og mann veit ekki hver að hann hefur í hel slegið, þá skulu þínir öldungar og þínir dómendur útganga og mæla frá þeim sem í hel er sleginn og til þeirra staðanna sem þar liggja um kring, hver sá staður sem þar liggur næst. Þá skulu öldungarnir af þeim staðnum taka eina kvígu af hjörðinni þá sem ekki hefur verið erfiðað með og sú eð ekki hefur ardurinn dregið og þeir skulu leiða hana ofan í einn þröngvan og grjótugan dal sem hverki hefur verið plægður né sáður og í þeim stað niður í dalnum skulu þér höggva af henni hálsinn.
So skulu prestarnir, synir Leví, koma þar (því að Drottinn Guð þinn hefur útvalið þá að þeir þjóni honum og lofi hans nafn og öll sakferli og öll skaðræði skulu úrskurðast eftir þeirra munni). Og allir öldungarnir af þeim sama stað skulu ganga fram til þess hins vegna og þvo þeirra hendur yfir þeirri kvígunni sem hálsinn er af höggvinn í dalnum og skulu andsvara og segja: „Vorar hendur hafa ekki úthellt þessu blóði og vor augu hafa ekki heldur séð það. Vertu miskunnsamur þínu fólki Ísrael hvert eð þú, Drottinn, hefur frelsað og legg ekki þetta hið saklausa blóð upp á þitt fólk Ísrael.“ So verða þeir forlíktir yfir þessu blóði. Þanninn skalt þú taka það saklausa blóð í burt frá þér so að þú gjörir það sem réttferðugt er í augliti Drottins.
Nær eð þú dregur út í stríð móti þínum óvinum og Drottinn Guð þinn gefur þá í þínar hendur so að þú í burt leiðir nokkra hertekna af þeim og þú sér á millum þeirra eina hreinlega kvinnu og þú fær ástarþokka til hennar svo að þú vilt taka hana þér til eiginkonu, þá haf hana inn í þitt hús og lát raka í burt hennar höfuðhár og skera í burt hennar neglur og lát hana færa sig af þeim klæðunum sem hún var hertekin útí og lát hana sitja í þínu húsi og gráta sinn föður og móður einn mánuð. Síðan máttu sofa hjá henni og taka hana þér til eiginkonu og lát hana vera þína húsfreyju. En nær eð þú hefur öngvan þokka til hennar þá skalt þú láta hana í burtu fara þangað sem hún vill sjálf og selja hana ekki fyrir peninga né setja hana út því að þú hefur gjört henni læging.
Ef að nokkur hefur tvær eiginkonur, eina þá hann elskar, aðra þá hann hatar, og þær fæða honum börn, bæði hún sem hann elskar og hin sem hann hatar, so að hinn frumgetni sonurinn heyrir þeirri til sem hann hatar, og sá tími kemur að hann skal útskipta arfinum á millum sinna barna, þá kann hann ekki að gjöra hennar son sem hann elskar að þeim frumgetna syninum upp yfir frumgetnum syni þeirrar sem hann hatar, heldur skal hann meðkenna hennar son hverja hann hatar fyrir sinn frumgetna son og gefa honum tvefalt af öllu því hann hefur. [ Því að hann er hans fyrstur kraftur og honum ber að hafa þann frumgetningsrétt.
Ef að nokkur hefur einn þrályndan og óhlýðinn son sem ekki vill hlýða síns föðurs og móður áminningu og nær eð þau strýkja hann þá vill hann þó ekki að heldur vera þeim hlýðugur, þá skal faðir hans og móðir taka hann höndum og leiða hann til öldunganna staðarins og í portið þess staðar og til öldunganna, segjandi: „Þessi okkar son er þrjóskufullur og óhlýðinn og vill ekki hlýða okkrum áminningum og er einn ölsvelgur og drykkjudári.“ [ So síðan skal almúginn í staðnum berja hann til heljar. Og þú skalt so í burt skilja það hið vonda frá þér so að allt Ísrael megi það heyra og óttast það.
Nær eð nokkur hefur gjört einhverja synd so að hann er dauða fyrir verður og verður svo líflátinn það hann er upphengdur á eitt tré þá skal hans líkami ekki vera á trénu um nóttina heldur skalt þú jarða hann samdægurs því að hann er bölvaður af Guði sem verður hengdur so að þú saurgir ekki þitt land það sem Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar. [