Prophetinn Daníel
I.
Á þriðja ári ríkis Jóakím konungs Júda kom Nabúgodonosor konungur af Babýlon fyrir Jerúsalem og settist um hana. [ Og Drottinn gaf Jóakím konunginn Júda honum í vald og nokkur kerin burt úr Guðs húsi, þau eð hann lét burt flytja í landið Sínear í síns guðs hús og lagði þau sömu kerin í féhirslur síns guðs.
Og konungurinn sagði til Aspenas síns dróttseta að hann skyldi útvelja af sonum Ísraels þau ungmenni sem væri af kónglegu slekti og ættgöfug, þau sem engin lýti hefði heldur þau sem væri mannborleg, skynsöm, hyggin, klók og skilningsfull, sem hæfileg væri til að þjóna í konungsins garði og til að læra kaldeiska skrift og tungumál. Slíkum tileinkaði konungurinn hvað þeim daglega gefa skyldi af sjálfs hans fæðslu og út af því víninu sem hann drakk sjálfur af að þau so um þrjú ár uppfóstruð mættu síðan þar eftir á þjóna fyrir konunginum. Meðal hverra voru þeir Daníel, Hananja, Mísael og Asarja af sonum Júda. Og dróttsetinn gaf þeim nöfn og nefndi Daníel Baltasar en Hananiam Sadrak en Mísael Mísak og Asarja Abed-Negó.
En Daníel tók sér fyrir í sínu hjarta að saurga sig ekki með konungsins fæðu og meður því víninu sem hann sjálfur af drakk og bað dróttsetann að hann þyrfti ei að saurga sig. Og Guð gaf Daníeli það að dróttsetinn varð honum náðigur og líknsamur. Sá sami sagði til hans: „Eg hræddust minn herra konunginn hver eð yður hefur tileinkað mat og drykk nær eð hann sæi það að yðrar ásjónir yrði megri en þeirra annarra æskumanna yðvara jafnaldra, þá gjörðu þér mig líflausan við konunginn.“
Þá sagði Daníel til Melsar þeim eð dróttsetinn hafði bífalað þá Daníel, Hananja, Mísael og Asarj: „Freista þú þess við þína þénara um tíu daga og lát gefa oss af aldini að eta og vatn að drekka og skoða þá vor yfirlit, og so þeirra æskumanna sem út af kóngsins fæðslu neyta og eftir því sem þá sýnist þér þar eftir þá gjör þú viður þína þjónustumenn.“ Og hann hlýddi þeim í þessu og freistaði þess viður þá í tíu daga. Og að liðnum tíu dögum voru þeir vænni og betri álits heldur en allir aðrir æskumenn þeir eð átu út af kóngsins fæðslu. Þá burt tók Melsar þeirra tileinkaðan mat og drykk og gaf þeim aldini að eta. En Guð þessara fjögurra gaf þeim skynsemi og skilning í allsháttuðum [ ritningum og vísdómi en Daníel gaf hann skilning á öllum vitrunum og draumum.
Og þá er sá tími var umliðinn sem konungurinn hafði tileinkað, að þeir skyldu innleiddir verða, þá innleiddi dróttsetinn þá fyrir Nabogodonosor. Og konungurinn talaði við þá og þar fannst enginn á meðal allra sem líkir væri Daníel, Hananja, Mísael og Asarja og þeir urðu konungsins þénarar. Og konungurinn fann þá í öllum greinum sem hann þá að spurði tíu hlutunum vísari og skilningsmeiri en alla aðra stjörnumeistara og vísindamenn í gjörvöllu hans ríki. Og Daníel hann lifði allt til hins fyrsta ársins Cyrus kóngs. [