VII.
Þar urðu og gripnir sjö bræður og þeirra móðir og voru húðstrýktir með svipum og ólum og af kónginum þvingaðir til að eta svínakjöt sem þeim var bannað í lögmálinu. [
Þá sagði hinn elsti so á meðal þeirra: [ „Hvað viltu spyrja margts og vita af oss? Vér viljum heldur deyja en gjöra nokkuð í móti vorra feðra lögmáli.“ Þá reiddist kóngurinn og bauð að setja strax pönnur og katla yfir eldinn. Þá það var gjört þá skipaði hann að skera tunguna úr þeim elsta og höggva af honum hendur og fætur að ásjáandi þeim öðrum bræðrunum og móðurinni. Þá hann var nú so aflimaður þá lét hann bera hann að eldinum og steikja hann í pönnunni. Og þegar pannan var öll logandi þá áminntu þeir hver annan ásamt móðurinni að þeir skyldu hraustlega deyja og sögðu: „Guð Drottinn mun álíta sannleikann og vera oss miskunnsamur so sem Móses vitnar í sínum söng og hann er sínum þénurum líknsamur.“
Þegar hann hafði nú endað sitt líf þá leiddu þeir hinn annan og fram að sýna þeirra grimmd á honum og þeir flettu húðinni með hárinu af hans höfði, spyrjandi hann að ef að hann vildi eta svínakjöt eða láta pína allan sinn líkama og liðu. [ En hann svaraði á sitt mál og sagði: „Eg vil ekki gjöra það.“ Þá tóku þeir hann og kvöldu hann so sem þann hinn fyrsta. Og þá hann var nú að dauða kominn þá sagði hann: „Þú bölvöð manneskja, þú tekur að sönnu frá mér hið stundlega líf en Drottinn allrar veraldar mun uppvekja oss til eilífs lífs, vér sem deyjum fyrir hans lögmáls sakir.“
Því nærst tóku þeir þann þriðja og frömdu við hann sína hæðni. [ Og er þeir skipuðu honum þá útrétti hann strax tanguna og breiddi út hendurnar og sagði með hreysti: „Þessa limi hefur Guð af himni gefið mér. Þar fyrir vil eg gjarna missa þá fyrir hans lögmáls sakir því að eg vona að hann skal gefa mér þá aftur.“ En kónginn furðaði og hans þénara að sá ungi sveinn var so hugarhraustur og aktaði píslirnar ekki.
Þá þessi var og dauður þá píndu þeir og so inn fjórða og húðflettu hann. [ En sem hann skyldi deyja þá sagði hann: „Það er oss mikil huggun að vér vonum það Guð mun uppvekja oss aftur þegar mennirnir drepa oss. En þú skalt ekki uppvaktur verða til lífsins.“
Eftir það tóku þeir hinn fimmta og húðstrýktu hann einnin. [ Hann leit til Antiochum og sagði til hans: „Þú ert ein manneskja og skalt deyja. En með því að þú ert voldugur á jörðunni þá gjörir þú hvað þú vilt. En þú skalt ekki hugsa að Guð hafi með öllu yfirgefið oss. Bíð eina litla stund, þá skaltu finna hversu máttugur Guð er sem skal plága þig og þína ætt.“
Eftir þennan leiddu þeir hinn sjötta fram. [ Hann sagði og so í sínu andláti: „Þú skalt ekki svo svíkja mig því að vér höfum vel verðskuldað þessa pínu af því vér höfum syndgast í móti vorum Guði og hann breytir hræðilega við oss. En það skal ekki so ganga þér að þú æðir svo í móti Guði.“
En það var stór undur um móðurina og er eitt eftirdæmi sem vel er verðugt að skrifast skyldi um hana. Því að hún sá sína sjö sonu alla pínda á einum degi, hvern eftir annan, og leið það með mikillri þolinmæði vegna þeirrar vonar sem hún hafði til Guðs. Af því varð hún hughraust so að hún huggaði hvern soninn eftir annan á sitt tungumál og tók mannshjarta til sín og sagði til þeirra: „Eg er að vísu yðar móðir og fæddi yður en andann og líf gaf eg yður ekki, eigi heldur gjörði eg yðar limu so. Þar fyrir skal sá sem skapaði heiminn og allar manneskjur miskunnsamlega gefa yður aftur anda og líf líka so sem nú vogi þér því út og látið það fara vegna hans lögmáls.“
Þá Antiochus heyrði það þá meinti hann að hún hefði foraktað og spottað hann á sitt mál og hann tók þann yngsta son til sín sem var eftir og áminnti hann með góðum orðum og lofaði honum með eiði að ef hann vildi ganga frá sinna feðra lögmáli þá vildi hann vera honum einn náðugur herra og hann vildi gjöra hann ríkan og að einum herra. [
En sem hann ekki vildi láta sér segjast þá lét kóngurinn móðurina koma fyrir sig og bað hana um að tala um fyrir syni sínum so að hann mætti lífi halda. Þá hann hafði beðið hana þar um með mörgum orðum so lofaði hún það að gjöra. En hún dáraði aðeins víkinginn. Því að hún gekk til sonarins og talaði við hann á sitt mál og sagði: „Þú ert mitt hjartans barn sem eg bar níu mánuði undir mínu hjarta og hafði þig þrjú ár á brjósti og uppfæddi þig með stóru ómaki. Sjá þú aumur á mér. Sjá þú himininn og jörðina og allt það sem þar er inni, það hefur Guð allt saman gjört af öngvu og vér manneskjurnar erum so gjörðar. Þar fyrir hræðstu ekki kvalarann heldur deyðu gjarnan líka so sem þínir bræður so að sá náðugi Guð gjöri þig lifanda aftur með þínum bræðrum og gefi mér yður aftur.“
Þegar móðurin var enn nú að tala við sinn son þá sagði barnið: „Eftir hverju bíði þér? Hugsið ekki það að eg muni hlýðinn vera þeim víkingi í þessu heldur vil eg halda lögmálið sem vorum feðrum er gefið fyrir Mosen. En þú sem gjörir Gyðingum allt illt, þú skalt ekki flýja undan Drottni Guði vorum. Vér líðum vegna vorra synda, það er víst. Og þó að sá lifandi Guð sé oss reiður um stundarsakir og straffi og hirti oss þá mun hann þó verða sínum þénurum líknsamur að nýju. En þú, hin óguðlega, bölvaða manneskja, upphroka þér ekki ofmjög af þinni magt og stær þig ekki af þeirri fallvöltu von að þú ofsækir Guðs börn því að þú hefur enn nú ekki umflúið Guðs dóm sem alla hluti sér.
Mínir bræður sem létu pína sig um litla stund þeir vænta nú eilífs lífs eftir Guðs fyrirheiti en þú munt straffast eftir Guðs dómi líka so sem þú hefur forskuldað með þínum metnaði. Eg vil útgefa minn líkama og líf vegna minna feðra lögmáls so sem mínir bræður og kalla til Guðs að hann verði snarlega miskunnsamur sínu fólki. En þú munt verða að meðkenna sjálfur út af stórri kvöl og pínu að hann sé alleinasta sá sanni Guð. En Guðs reiði skal snúast til mín og minna bræðra hver eð maklega er gengin yfir allt vort fólk.“
Þegar kóngurinn heyrði þetta þá varð hann óður og ær og lét kvelja þennan meir en hina aðra því að honum gramdist það að þeir dáruðu hann þar að auki. So andaðist og þessi ágætlegum dauða og setti allt sitt traust til Guðs. Að síðustu var og móðurin aflífuð. [ Þetta er nóg sagt um þær heiðnu fórnfæringar og þau hræðilegu píslarvætti.