Prophetinn Haggeus

I.

Á því öðru ári Darii kóngs í þeim sjötta mánuði, á þeim fyrsta degi í mánuðinum skeði orð Drottins fyrir Haggeum propheta til Sóróbabel Sealtíelsonar höfðingja yfir Júda og Jósúa Jósedekssonar þess yppasta kennimanns og sagði: [ So segir sá Drottinn Sebaót: Þetta fólk segir: „Tíminn er ei enn kominn að menn skuli uppbyggja herrans hús.“

Og orð Drottins skeði til Haggeus propheta: [ En yðar tíð er komin að þér skuluð búa í þiljuðum húsum og þetta hús skal standa í eyði! Nú so segir Drottinn Sebaót: Sjáið hvernin yður gengur. Þér sáið miklu og safnið litlu. Þér etið og verðið ekki mettir. Þér drekkið og verðið ekki drukknir. Þér klæðið yður og verðið þó ekki varmir og hver sem forþénar peninga sá leggur þá í einn sundurslitinn pung.

So segir Drottinn Sebaót: Gaumgæfið hvernin það gengur yður. Farið upp á fjallið, sækið viðina og byggið húsið. Það skal vera mér þakknæmt og eg vil láta sjá mína dýrð, segir Drottinn. Því þér vonið mikils og sjáið, það verður lítið. Og þér allareiðu það heimfærðuð þá gjöri eg þó það að dufti. Hvernin kemur það til, segir Drottinn Sebaót? Af því að mitt hús stendur so í eyði en hver einn kostar á sitt hús. Þar fyrir heldur himinninn sinni döggu fyrir yður og jörðin sínum ávexti. Og eg hefi kallað þurrk bæði yfir landið og fjöllin, yfir korn, vín, viðsmjör og yfir allt það sem kemur af jörðunni, og so yfir fólk og fé og yfir allra handa erfiði.

Þá hlýddi Sóróbabel Sealtíelsson og Jósúa Jósedekssonur sá höfuðprestur og allir þeir sem eftir voru orðnir af fólkinu þvílíkri Drottins þeirra Guðs röddu og orðum Haggei propheta, líka sem Drottinn þeirra Guð hafði útsent hann, og fólkið óttaðist fyrir Drottni. Þá sagði Haggeus, Guðs [ engill sem hafði boðskap Drottins til fólksins: Eg er með yður, segir Drottinn.

Og Drottinn uppvakti anda Sóróbabel Sealtíelssonar höfðingja yfir Júda og anda Jósúa Jósedekssonar sonar prestahöfðingjans og so anda þess alls eftirblífna fólks so að það kom og arfiðaði upp á þeirra Guðs hús Drottins Sebaót.