Síðan ferðaðist Jakob í burt þaðan í það land sem að liggur til austurs. Og hann sá þar einn vatsbrunn á akrinum og þar lágu hjá brunninum þrennar sauðahjarðir, því þeir voru vanar að vatna sinni hjörð af brunninum. Þar var og einn stór steinn lagður ofan yfir munn brunnsins. Og þeir plöguðu að safna allri hjörðinni þangað og velta so steininum af brunninum og vötnuðu fénu, lögðu síðan steininn aftur yfir brunnsmunnann sem hann lá áður.
Og Jakob sagði til þeirra: „Kærir bræður, hvaðan eru þér?“ Þeir svöruðu: „Vér erum af Haran.“ Hann sagði til þeirra: „Þekki þér ekki Laban Nahorsson?“ Þeir svöruðu: „Já, vel þekkjum vér hann.“ Hann sagði: „Er hann heill?“ Þeir svöruðu: „Vel má hann. Sjá, þar kemur hans dóttir Rakel með hans sauði.“ Þá mælti Jakob: „Mikið er enn dags eftir og er ei mál að reka hjörðina heim. Vatnið þér hjörðinni, farið síðan og látið hana bíta.“ Þeir svöruðu: „Vér megum ekki fyrr enn öll hjörðin kemur til samans, so vér getum velt steininum frá brunninum og vatnað so hjörðinni.“
Og sem hann ræddi þetta við þá kom Rakel með sauði síns föðurs, því hún gætti þeirra. [ En sem Jakob sá Rakel, dóttir Laban síns móðurbróður, og sauði Laban síns móðurbróðurs, fór hann til og velti steininum af brunninum og vatnaði sauðum Labans móðurbróðurs síns. Hann minntist við Rakel og grét og sagði henni að hann væri hennar systrungur, en hún hljóp og sagði þetta sínum föður.
En sem Laban heyrði að Jakob systursonur hans var kominn rann hann út á móti honum, tók hann sér í fang og minntist til hans og fylgdi honum inn í sitt hús. [ Þá kunngjörði hann Laban alla sök sinnar farar. Þá sagði Laban til hans: „Nú vel, þú ert mitt hold og bein.“ Og sem hann hafði nú verið með honum einn mánuð þá sagði Laban til Jakobs: „Þó að þú sért minn bróðir, skyldir þú fyrir því þjóna mér fyrir ekkert? Þar fyrir seg mér hvað þú vilt að þitt verkkaup skal vera?“
Laban átti tvær dætur, sú eldri hét Lea en yngri hét Rakel. [ Lea var augndöpur en Rakel var væn og fríð. Og Jakob fékk elsku til Rakelar og sagði: „Eg vil þjóna þér í sjö ár til þess að þú gefir mér þína yngri dóttur.“ Laban svaraði: „Betra þyki mér að eg gefi þér hana heldur en einum öðrum manni. Vertu hjá mér.“
So þjónaði Jakob í sjö ár fyrir Rakel og sýndist honum sem fáir dagar væri fyrir ást þeirri sem hann hafði á henni. Eftir það sagði Jakob til Laban: „Gef mér nú mína kvinnu, því að tíminn er nú kominn að eg skuli hverfa til hennar.“ Þá bauð Laban öllu fólki í þeim stað og gjörði brúðlaup. En um kveldið tók hann sína dóttir Lea og leiddi hana inn til hans. Og hann lá hjá henni. [ Og Laban gaf Lea sinni dóttur sína þjónustupíku Silpa henni til ambáttar. [ En um morguninn þá sá Jakob að þetta var Lea. Þá sagði hann til Labans: „Hvar fyrir hefur þú so gjört við mig? Hefi eg ekki þjónað þér fyrir Rakel? Því hefur þú so svikið mig?“ Laban svaraði: „Það er ekki siður í voru landi að þær enu yngri sé útgefnar fyrr en þær eldri. Haltu út vikuna með henni, so vil eg gefa þér hina aðra fyrir þá þjónustu sem þú skalt þjóna mér í önnur sjö ár.“ Jakob gjörði so og hélt þá viku út. So gaf hann honum Rakel sína dóttur til húsfrú. [ Og Laban gaf Rakel sinni dóttur Bíla til ambáttar. [ So gekk hann inn til Rakelar og elskaði Rakel meir en Lea og þjónaði hjá honum önnur sjö ár fyrir hennar skuld.
En er Drottinn sá að Lea var fyrirlitin þá gjörði hann hana ávaxtarsamlega en Rakel var óbyrja. Og Lea varð ólétt og fæddi einn son og kallaði hann Rúben og sagði: „Drottinn hefur séð til minnar lægingar. [ Nú skal minn maður elska mig.“ Og hún varð enn í annað sinn ólétt og fæddi einn son og sagði: „Drottinn hefur heyrt að eg er forsmáð og hefur gefið mér þennan“ og hún nefndi hann Símeon. [ Og enn aftur varð hún ólétt og fæddi einn son og sagði: „Nú skal minn maður halda sig við mig því eg hefi fætt honum þrjá sonu“ og því kallaði hún þann sama Leví. [ Síðan varð hún í fjórða sinn ólétt og fæddi einn son og sagði: „Nú vil eg þakka Drottni.“ Þar fyrir kallaði hún hann Júda, og hún lét af að eiga börn. [