XII.

En þá Jonathas sá sig nú að hafa tómstund þá útvaldi hann nokkra menn þá sem hann sendi til Róm að endurnýja og upprétta aftur sáttmálann við þá rómversku. [ Hann skrifaði og einnin til þeirra í Sparta og til annarra fleiri borga. Þegar nú sendimennirnir komu til Romam gengu þeir fyrir ráðið og sögðu: „Jonathas sá yppasti kennimaður og Gyðingalýður hafa sent oss að endurnýja það sáttmál sem fyrrmeir er gjört vor á milli.“ Og Rómverjar gáfu þeim bréf og fararleyfi so að þeir reistu óhindraðir heim aftur.

Og Jonathas sendi skrif til þeirra í Sparta, so látandi: [ „Jonathas sá yppasti kennimaður og öldungar fólksins og kennimennirnir og Gyðingalýður senda þeirra bræðrum, þeim af Sparta, sína kveðju.

Fyrir nokkrum árum skrifaði yðar kóngur Areus til vors ypparsta kennimans Oniam að þér væruð vorir bræður so sem það sama bréf útvísar. [ Og Onias tók heiðarlega yðar sendimenn og tók við þeim vinskap og sáttmála hvar um að bréfið hljóðaði. Og þó að vér nú á þessum tíma höfum ekki þörf annarlegrar hjálpar og höfum huggan af Guðs orði hvert vér daglega lesum þó samt sendum vér vorn boðskap til yðar að endurnýja og staðfesta bróðurlegan kærleika og vinskap til yðar so að vér gleymum því ekki því að þar er nú langt síðan er þér senduð til vor. Þar fyrir skulu þér vita að ætíð á hátíðunum og öðrum fórnfæringardögum þá minnunst vér yðar í vorum bænum og í vorun fórnum svo sem tilheyrilegt er bræðra að minnast. Og yðar heiður og velferð er oss einn fögnuður.

En vér höfum síðan liðið stóra neyð og átt miklar orrostur við kóngana í kringum oss. En vér vildum ekki gjöra yður og öðrum vorum vinum og lagsmönnum þyngsl í þessum vorum ófriði því að vér höfum haft hjálp af himnum og Guð hefur hlíft oss fyrir óvinunum og þá niðurþrykkt. En af því vér sendum nú vora sendiboða Numenium Antiochison og Antipatrum Jasonisson til Rómverja að endurnýja vinskap og sáttmála við þá upp aftur þá höfum vér boðið þeim þar með að þeir skyldu reisa til yðar og segja yður vora kveðju og afhenda yður þetta bréf til að endurnýja vorn bróðurlegan kærleika og að beiðast andsvars.

En þetta er útskriftin af því bréfi sem Areus Spartakóngur sendi oss fyrr meir: [ Areus kóngur í Sparta sendir Onea yppasta kennimanni sína kveðju. Vér finnum í vorum gömlum ritningum að þeir af Sparta og Gyðingar séu bræður (með því hverttveggja fólkið er komið af Abraham). Nú með því vér viljum þetta þá biðjum vér að þér viljið skrifa oss til hvernin það yður gengur. Og ef yður líkar það þá skal vort kvikfé, góss og gripir og hvað sem í voru valdi er vera so sem væri það yðart eigið og það yðart er so sem væri það vort eigið. Þetta höfum vér bífalað að undirvísa yður.“

Því næst spurði Jonathas að Demetrii höfuðsmenn kæmi enn aftur með meira liði en fyrr og vildu yfirfalla hann. [ Þar fyrir reisti hann af Jerúsalem í móti þeim í landið Hemat því að hann vildi ekki bíða þess að þeir skyldu koma fyrri í hans land. Og þá hann sendi nú njósnarmenn til óvinaherbúða þá komu þeir og sögðu að óvinirnir ötluðu sér að yfirfalla þá á þeirri sömu nótt. Þar fyrir bauð Jonathas sínu liði um kveldið að þeir skyldu vaka og vera brynjaðir og viðbúnir alla þá nótt. Og hann setti menn til að halda skjaldvörð í kringum herbúðirnar.

En þá óvinirnir sáu að Jonathas var búinn til bardaga þá kom ein hræðsla yfir þá so að þeir sviptu herbúðum og fóru í burt. Og að það skyldi ekki merkjast þá létu þeir kynda marga elda hér og hvar í herbúðunum. Þar fyrir hugsaði Jonathas ekki að þeir færi í burt fyrr en um morguninn snemma því að hann sá eldinn hér og þar í herbúðunum. En um morguninn fór hann eftir þeim og náði þeim ei því að þeir voru þá allareiðu komnir yif rum vatnið Elevterum. Þá sneir Jonathas leið sinni til þeirra í Arabia sem kölluðust Sabdei. [ Hann sló þá og rænti herfangi og sneri so aftur til Damascum og eyddi það land allt um kring. En Símon reisti til Askalon og til þeirra sterku borga þar í nánd. Þar næst sneri hann til Joppen því að hann merkti að þeir vildu gefa sig undir Demetrii höfuðsmenn. [ Þar fyrir varð hann fyrri og vann Joppe og lét þar eftir stríðsfólk til að varðveita staðinn.

Því næst kom Jonathas heim aftur og hélt ráð við öldungana fólksins að menn skyldu styrkja nokkrar borgir í Júdea og gjöra múrveggina hærri í Jerúsalem og uppbyggja einn hávan steinvegg í milli kastalans og borgarinnar til að skilja borgina frá kastalanum so að þeir gæti ekki útfallið úr kastalanum í borgina og að menn sklydu ekki flytja nokkuð til þeirra né selja þeim.

Þá fólkið kom nú til samans og tók til að byggja eftir því að sá steinveggurinn í móti austrinu yfir um lækinn var fallinn, því byggðu þeir upp aftur þann sama spöl sem kallast Kafnata. [ Og Símon byggði upp kastalann Adída í Sefela og gjörði hann sterkan og varðveitti hann með sterkum borgarhliðum.

Nú hafði Trýfon einsett sér að taka undir sig Asiaríki og setja kórónuna upp á sjálfan sig og að lífláta þann unga Antiochum kóng. En af því að hann óttaðist að Jonathas mundi gjöra honum hindran og ráðast í móti honum þá leitaði hann við hvernin hann gæti fangað Jonatham og drepið hann. [ Þar fyrir reisti hann til Bet San. [ Jonathas kom einnin þangað með fjörutígi þúsund manns vel búna. En þá Trýfon sá það að Jonathas hafði soddan magt þá óttaðist hann og þorði ekki að uppbyrja nokkuð honum í móti opinberlega heldur tók hann honum vegsamlega og bauð sínum vinum að hafa hann í heiðri og gaf honum gáfur og bauð sínu liði að það skyldi vera hlýðið Jonathe so sem sjálfum sér.

Og hann sagði til Jonathas: „Því gjörir þú fólkinu svoddan þvingun þar sem við höfum öngvan ófrið? Lát það fara heim aftur og vel þér aðeins fáeina menn að vera eftir hjá þér og far með mér til Ptolemais. Þann stað vil eg afhenda þér og so fleiri aðrar sterkar borgir og eg vil bífala þér allt stríðsfólkið og embættismennina því að eg hlýt að reisa í burt aftur og em nú hingað kominn alleina þess vegna. Þar fyrir bið eg þig að þú farir með mér.“ Jonathas trúði honum og lét fólkið fara heim aftur frá sér til Gyðingalands og hélt eftir hjá sér aðeins þremur þúsundum manna. Þar af sendi hann tvær þúsundir í Galileam en eitt þúsund fór með honum. Þá Jonathas kom nú í staðinn Ptolemais þá lét Trýfon byrgja aftur borgarhliðin og tók Jonatham til fanga og lét í hel slá hans menn. [ Og hann sendi fótgöngulið og riddara í Galileam á þá víða völlu að þeir skyldu og drepa það annað Jonathe stríðsfólk. En er þeir formerktu að Jonathas var gripinn og fallinn með sínu fólki þá uppherti hver annan og bjuggust til bardaga og réðust alldjarflega í móti óvinunum. En þá óvinirnir sáu að það mundi gilda þeirra líf með því að hinir vildu verja sig þá sneru þeir aftur og fóru í burt.

Þá reisti og fólkið heim aftur í landið Júda með friði og grétu Jonatham og þá aðra sem í hel voru slegnir með honum. Og allur Ísraelslýður harmaði Jonatham mjög. Og allir heiðingjar í kring tóku til að metnast og plága fólkið og sögðu: „Þeir hafa nú ekki lengur neitt höfuð né nokkurn verndara. Nú viljum vér yfirfalla þá og upprykkja þeim og afmá þeirra nafn af jörðunni.“