XXIII.
Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, þar voru tvær kvinnur, einnrar móður dætur. Þær drýgðu hóranir á Egyptalandi í æsku sinni, þær létu þar taka á sínum brjóstum og þreifa um sínar meydómsvörtur. Hin stærri hét Ahala og hennar systir Ahalíba. Og eg tók þær til hjúskaparbands og þær fæddu mér syni og dætur og Ahala kallast Samaria en Ahalíba Jerúsalem.
Ahala drýgði hóran þá að eg hafða hana að mér tekið og hún brann fyrir sínum fylgjumönnum, fyrir þeim Assyriis sem komu til hennar, fyrir þeim höfðingjunum og herramönnum sem með silki voru klæddir og fyrir öllum vænum æskumönnum, einkum sem var fyrir riddörum og vögnum. [ Og hún framdi skömm með öllum fríðum mönnum í Assyria og saurgaði sig með öllum þeirra afguðum hvað eð hún hafði lysting til sérhvers þeirra. Þar til með yfirgaf hún ekki heldur sína hóran við Egyptaland sem með henni hafði legið í frá barnæsku hennar og þreifað um hennar meydómsbrjóst og framið stóra hóran með henni. Þá yfirgaf eg hana í hendur sinna fylgjumanna, sona Assyriorum, fyrir hverjum hún brann af lostagirnd. Þeir létu sjá hennar blygðan og í burt tóku hennar syni og dætur og þeir í hel slógu hana með sverði. Og það barst út að þessar kvinnur væri straffaðar.
En þá eð hennar systir Ahalíba sá það þá brann hún miklu verr en hin önnur og drýgði meiri hóranir en hennar systir og brann fyrir þeim Assyriis sonum, sem er fyrir höfðingjunum og herrunum (þeim sem komu til hennar vel útbúnir), riddörum og vögnum og fyrir öllum ungum fríðum æskumönnum. [ Þá sá eg að þær voru báðar saurgaðar með sama hætti. En þessi framdi stærri hóran því þar eð hún sá málaða menn á veggnum í rauðum litarklæðum, þeirra Chaldeis líkneskjur, beltaða um lendarnar, hafandi mislita hatta á sínum höfðum (og allir eins að sjá sem voldugir menn) eins og þeir Babýlonar og Chaldeissynir bera í sínu fósturlandi, hún brann fyrir þeim svo snart sem hún sá þá og hún sendi boð til þeirra í Chaldealand.
En þá eð þeir Babýlonsynir komu til hennar að sofa hjá henni eftir kærleika þá saurguðu þeir hana með þeirra hóran og hún saurgaði sig með þeim svo að hún var þreytt af þeim. Og þá eð hennar hóran og skammir voru svo nærsta opinberar þá varð hún einnin mér hvimleið líka sem að systir hennar var mér leið orðin. En hún drýgði sína hóran þess meir og minntist á sinn barnæskutíma þá eð hún framdi sína hóran á Egyptalandi og brann fyrir sínum fylgjumönnum, hver girndarbruni að var líka sem annarra asna og stóðhesta. Og þú framdir þinn saurlifnað líka sem í æsku þinni þar eð þeir í Egyptalandi þreifuðu á þínum brjóstum og struku um þínar geirvörtur.
Þar fyrir, Ahalíba, segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil uppvekja þína fylgjumenn á móti þér, þá sem þér eru nú leiðir orðnir og eg vil safna þeim allt í kringum þig, sem eru þeir Babýlonsynir og allir Chaldeis með höfuðsmönnunum, höfðingjunum og herrunum og alla Assyrios með þeim hinum ásjálegustu æskumönnum, allir höfðingjar og stjórnarar, riddarar og fríbornir menn og allsháttað riddaralið. Og þeir munu koma yfir þig tilbúnir með vögnum og hjólum og með miklum fólksfjölda og þeir skulu setjast um þig með buklaraskjöldu og hjálma allt um kring. Þeim vil eg dómsatkvæðið í hendur fá svo að þeir skulu dæma þig eftir sínum lögum.
Eg vil láta mína vandlæting ganga yfir þig svo að þeir skulu breyta vægðarlaust viður þig. [ Þeir skulu sníða af þér bæði nasirnar og eyrun og hvað sem eftir verður það skal falla fyrir sverði. Þeir skulu í burt taka syni þína og dætur og brenna það upp með eldi sem eftir verður. Þeir skulu draga þín klæði af þér og í burt taka þitt skart. Svo vil eg gjöra einn enda á þínum saurlifnaði og á þinni hóran við Egyptalandi svo að þú skalt ekki meir upphefja þín augu og þenkja ekki meir upp á Egyptaland.
Því svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil í hendur selja þig þeim sem þér er illa við og þér eruð hvimleiðir. Þeir skulu höndla við þig sem óvinir og í burt taka allt það sem þú hefur aflað og láta þig nakta og nöturlega svo að þín blygðan og þinn saurlifnaður og hóran skuli augljós vera. Þetta skal þig ske fyrir þíns saurlifnaðar sakir sem þú hefur framið við heiðingjana og saurgað þig með þeirra afguðum. Þú hefur gengið í fótspor systur þinnar, þar fyrir gef eg þér einnin hennar kaleik í þína hönd.
So segir Drottinn Drottinn: Þú skalt drekka þinnar systur kaleik, svo djúpan og víðan sem han er. Þú skalt verða til svo stórrar háðungar og forsmánar að það skal vera óbærilegt. Þú skalt drekka þig fulla af þeim sterka drykknum og eymdinni því að sá kaleikurinn þinnar systur Samarie er einn eymdar- og hörmungarkaleikur, þann skaltu drekka hreint út af. Þar eftir á skaltu í sundur kasta brotunum og í sundur rífa þín brjóst. Því að eg hefi talað það, segir Drottinn Drottinn. Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Fyrir það að þú forgleymdir mér og fleygðir mér á bak aftur, þar fyrir þá ber þú nú einnin sjálf þinn saurlifnað og þína hóran.
Og Drottinn sagði til mín: Þú mannsins son, viltu ei vanda um við Ahala og Ahalíba og birta fyrir þeim sínar svívirðingar, hvernin að þær hafa framið hórdóm og blóðinu úthellt og hórdóm drýgt með afguðunum? Þar með uppbrenndu þær þeim til offurs sín eigin börn sem þær fæddu mér. Að auk þessa þá hafa þær gjört mér það að þær saurguðu þann sama tíma minn helgidóm og vanhelguðu mína þvottdaga. Því að þá eð þeir höfðu slátrað sínum börnum fyrir afguðunum þá gengu þeir þann sama dag í minn helgidóm að saurga hann. Sjá þú, svoddan hafa þeir gjört í mínu húsi.
Þeir sendu og einnin boð eftir mönnum sem koma skyldu út af fjarlægum löndum og sjá þú, þá eð þeir komu laugaðir þú þig og skautaðir þér og prýddir þig með skarti þeim til virðingar. Þú satst á einnri veglegri sæng fyrir hverri að stóð eitt borð tilbúið. Þar upp á veifaðir þú reykelsinu og offraðir þar á mínu viðsmjöri. Þar upphófust mikil gleðskaparhljóð og þeir gáfu þeim mönnum sem þangað voru komnir úr öllum áttum af mikilsháttar fólki og af eyðimörkinni prýði á sína armleggi og veglegar kórónur á þeirra höfuð.
En eg þenkti svo: Hún er vön við hórdóm fyrir langri ævi, hún fær ekki af því látið að hórast það þeir ganga inn til hennar líka sem að inn er gengið til einnrar portlífiskonu. Eins líka svo þá ganga þeir til Ahala og Ahalíba, þeirra saurlífiskvennanna. Þar fyrir skulu þeir sömu menn refsa þeim, sem þann lagaréttinn skulu fullkomna, sem þær hórkonurnar og blóðdrápskvendin skulu straffast með. Því að þær eru hórdómskonur og þeirra hendur eru fullar af blóði.
Svo segir Drottinn Drottinn: Innleittu upp hinngað yfir þær einn mikinn mannfjölda og gef þær út til herfangs og hlutskiptis þeim sem þær skulu með grjóti lemja og í gegnum leggja með sínum sverðum og í hel slá þeirra syni og dætur og brenna upp þeirra hús með eldi. Með þessu vil eg og einn enda gjöra á þeim saurlifnaðinum í landinu svo að allar konur skulu sig þar á reka og breyta ekki eftir svoddan saurlifnaði. Og þeir skulu leggja upp á yður allan yðvarn saurlifnað og þér skuluð bera syndirnar yðvara afguða so að þér skuluð formerkja að eg er Drottinn Drottinn.