Áminning að stunda vísdóm og sannsögli.

1Synir! heyrið föðursins áminningu; og gefið gaum að, svo þér lærið framsýni.2Því góðan lærdóm gef eg yður, yfirgefið ekki mín lög.3Því líka var eg sonur föður míns, elskaður sem sá einasti í augum minnar móður.4Hann kenndi mér og sagði við mig: lát þitt hjarta aðhyllast mitt orð; varðveittu mín boðorð, svo skaltu lifa.5Kaup þú vísdóm, kaup þú hyggindi; gleymdu ekki og vík þú ekki frá tali míns munns.6Yfirgef það ekki, þá mun það vernda þig; elska það, svo mun það vakta þig.7Vísdómsins upphaf er: kaup þú vísdóm og kaup þú hyggindi fyrir allar þínar eigur.8Umfaðma þú hann, svo mun hann upphefja þig, hann mun heiðra þig, þegar þú umfaðmar hann.9Þitt höfuð mun hann fagurlega prýða, hann mun gefa þér dýrmæta kórónu.10Heyr, minn son! meðtak þú mínar tölur, svo munu þín ár verða mörg.11Eg vil leiða þig á vísdómsins veg, og á beina götu.12Gangir þú þar, skal þinn vegur ei verða þröngur, og þó þú hlaupir þar, skaltu ei hrasa.13Haltu áminningunni fastri; láttu hana ekki fara; varðveittu hana! því hún er þitt líf.14Kom þú ekki á götu hinna óguðlegu og gakktu ekki á veg hinna vondu.15Yfirgefðu hann, gakk þú ekki fram á honum, vík frá honum, og farðu framhjá honum!16Því þeir sofa ekki, nema þeir hafi gjört illt; og þeir hrökkva upp af svefni, hafi þeir ekki fellt einhvörn.17Því þeir eta óguðlegleikabrauð, og drekka ofbeldisvín.18En gata réttlátra er sem skínandi ljós sólarinnar; þess birta eykst allt til hádegis.19Vegur óguðlegra er sem myrkur, þeir vita ekki hvar þeir munu reka sig á.20Minn son! gef gaum að mínum orðum, og hneig þitt eyra að minni ræðu.21Lát hana ekki víkja frá þínum augum; varðveit þú hana innst í þínu hjarta.22Því hún er þeirra líf sem hana finna, og lækning fyrir allan þeirra líkama.23Framyfir allt sem vaktað er, þá varðveittu þitt hjarta, því þar eru lífsins upptök.24Snú þú frá þér munnsins vanart, og lát varanna óhæfu vera langt frá þér!25Augu þín líti beint áfram, og þín augnalok horfi rétt fram undan þér.26Gjör þú götu þinna fóta jafna, og allur þinn gangur sé beinn!27Sveigðu hvörki til hægri né vinstri handar; snú fæti þínum frá enu illa.