Ef kærleikann vantar gagna ekki hinar gáfurnar. Elskunnar eginnlegleikar. Allar aðrar gáfur þverra loksins; elskan ein er varanleg.

1Þó að eg talað gæti bæði engla og manna tungum, en hefði ekki kærleikann, þá væri eg eins og hljómandi málmur og hvellandi bjalla;2og þó eg hefði spádómsgáfu, vissi alla leyndardóma og hefði allsháttar kunnáttu, hefði trú svo mikla, að eg gæti fjöll flutt, en hefði ekki kærleikann, þá væri eg einkisverður.3Og þó eg bitaði niður allar eigur mínar og léti jafnvel brenna mig, en hefði ekki kærleikann, væri það mér til einkis gagns.
4Kærleikurinn er umburðarlyndur, góðviljaður, ekki öfundsjúkur, ekki raupsamur,5ekki hrokafullur, gjörir ekkert ósæmilegt, er ekki sérplæginn, ekki fljótur til reiði, tilreiknar ekki illt,6gleður sig ekki af óréttvísi, en elskar ráðvendni,7er þagmæltur, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
8Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, en hvört heldur það eru spádómsgáfur, þá munu þær þverra, eður tungur, þá mun þeim linna, eður kunnátta, þá mun hún þrjóta.9Því þekking vor er ófullkomin og spádómsgáfa eins;10en þegar það fullkomna kemur þá þverrur það ófullkomna.11Þegar eg var barn, talaði eg sem barn, var lyndur eins og barn og hugsaði sem barn; en þegar eg varð fullorðinn aflagði eg bernskuna.12Nú sjáum vér gegnum gler í þoku, en á síðan berlega; nú þekkjum vér að nokkru leyti, en þá mun eg sjálfur þekkja eins og eg er sjálfur þekktur.13Þetta þrennt: trúin, vonin og kærleikurinn er varanlegt, en af þessu er kærleikurinn mestur.

V. 1. Post. gb. 2,4. Matt. 22,35–40. V. 2. Matt. 7,22. Matt. 17,20.21. sbr. við Jak. 1,6. V. 8. sbr. við Ef. 4,13. V. 12. 2 Kor. 5,7.