Hrós unnustunnar. Þau sem elskast kveðast á.

1„Hvört gekk vinur þinn, þú fríðasta meðal kvenna, hvört mun hann hafa farið? vér skulum leita hans með þér!“2Minn vin gekk í sinn aldingarð, að blómsturbeðunum, til að skemmta sér í garðinum, og til að plokka liljur.3Minn vinur er minn, og eg em hans; hann skemmtir sér hjá liljunum.
4Fögur ertu, vinkona! eins og Tirsa a) lystileg eins og Jerúsalem; en óttaleg sem herflokkar.5Snú frá mér þínum augum, því þau hræða mig! Þitt hár er eins og hjörð geita, sem liggja á fjallinu Gileað.6Þínar tennur sem sauðahjörð, er kemur af sundi, allar mæðurnar tvílembdar, og engin meðal þeirra lamblaus.7Þínir vangar, bak við skýluna, eins og helftin af kjarnepli.8Sextíu eru drottningarnar og áttatíu frillurnar, og stúlkurnar óteljandi;9en ein er mín dúfa, mín ágæta; hún er einbirni móður sinnar, sú útvalda, þeirrar sem hana ól, hana sjá dæturnar og prísa hana sæla; drottningarnar og frillurnar, og vegsama hana.10Hvör er sú sem kemur, skínandi, sem morgunroði, fögur eins og tunglið, skær sem sólin, og óttaleg sem herflokkar.11„Eg gekk niður í nytagarðinn, að sjá grænkuna í dalnum, til að vita hvört vínviðargreinirnar væru farnar að springa út, hvört kjarneplin farin að blómgast.12Mín sál vissi ekki (fyrr en) hann setti mig á vagna míns góðvildarfulla fólks.“13Snú þér við, snú þér við, Sulamit! snú þér við, snú þér við, svo vér sjáum þig! „Hvað viljið þér sjá á Sulamít?“ lík er hún röðum englaskaranna b).

V. 4. a. Borg í Gyðingalandi. V. 13. b. Lík er hún etc, aðr: hún er sem dans í Mahanaim, og aðr: öðruvísi.