Golíat er felldur af Davíð.

1Og Filistear samandrógu her sinn til stríðs og samansöfnuðust í Sokó, sem heyrir til Júda og settu herbúðir milli Sokó og Aseka hjá Efes-Dammim d).2Og Sál og Ísraelsmenn, samansöfnuðust og settu herbúðir sínar í Eikidalnum og bjuggu sig út til stríðs móti Filisteunum.3En Filistear voru á hæð nokkurri hinumegin, og Ísrael á annarri hæðinni hérnamegin við dalinn.4Þá gekk fram úr herbúðum Filisteanna kappinn e) frá Gat sem hét Golíat; hann var á hæð 6 álnir og spönn.5En hann hafði eirhjálm á höfði sér, og spanga brynju var hann í; hún vóg við 5 þúsund sikla af eiri.6Og hann hafði brynhosur á fótum, spjót f) úr eiri á herðum sér.7Og hans spjótsskaft var sem vefjarrifur g), og falurinn í hans spjóti vóg við 6 hundruð sikla járns. Og hans skjaldsveinn gekk á undan honum.8Og hann gekk fram og kallaði til fylkinga Ísraels og mælti til þeirra: því dragið þér út til að stríða? er eg ekki Filistei og þér þrælar Sáls? veljið yður mann sem komi til mín hingað.9Ef að hann megnar að berjast við mig, og fellir mig, svo viljum vér vera yðar þrælar; en ef eg sigra hann, og felli hann, svo skuluð þér vera vorir þrælar og þjóna oss.10Og Filisteinn mælti: eg hefi gjört háðung h) í dag Ísraels herfylkingum! fáið til mann að berjast við mig!11Og Sál og allur Ísrael heyrðu þetta tal Filisteans og skelfdust og urðu mjög hræddir.
12En Davíð var sonur Efratítans af Betlehem Júda, sem hét Ísaí, og hann átti 8ta sonu, og maðurinn var á Sáls dögum gamall, kominn (til ára sinna) meðal manna.13Og þrír synir Ísaí, þeir eldri, fóru með Sál í stríðið; en nöfn hans þriggja sona sem í stríðið fóru, voru: Eliab sá frumborni, og sá annar Abínadab og sá þriðji Samma i).14Og Davíð var sá yngsti, og þeir þrír eldri höfðu farið með Sál.15En Davíð var stundum með Sál, en stundum gætti hann sauða föður síns í Betlehem.16Og svo gekk Filisteinn fram seint og snemma og bauð sig fram (til bardaga) í 40 daga.17Þá sagði Ísaí til Davíðs sonar síns: tak þú handa bræðrum þínum þetta efa af steiktu korni, og þessi 10 brauð, og færðu þetta fljótt þínum bræðrum í herbúðirnar.18Og færðu þessar 10 sneiðir af mjólkurosti höfuðsmanninum yfir þúsund og finndu bræður þína til þess að vita hvört þeim líður vel, og kom frá þeim með jarteiknir a).19En Sál og þeir og allir Ísraelsmenn voru í Eikidalnum, í stríði við Filisteana.20Þá reis Davíð snemma um morguninn og fékk sauðina hirðir nokkrum til geymslu, og tók það sem Ísaí hafði sagt og kom til vagnborgarinnar; en herinn, sem fór með fylktu liði, æpti heróp.21Og Ísrael og Filistear settu fylkingu gegnt fylkingu.22Þá sleppti Davíð því sem hann hafði meðferðis við fylgdarmann sinn og hljóp í fylkinguna og kom og spurði sína bræður hvörnig þeim liði.23Og sem hann einmitt talaði við þá, gekk fram kappinn b) Golíat Filisteinn frá Gat, úr fylkingu Filisteanna, og talaði einmitt sömu orð, og Davíð hlýddi á.24Og allir menn af Ísrael, hopuðu er þeir sáu manninn, flýðu fyrir honum og urðu hræddir.25Og Ísraelsmenn sögðu: hafið þér séð þenna mann er fram gengur. Hann gengur fram til að gjöra Ísrael háðung. Og hvörn sem fellir hann, vill kóngurinn auðga miklum auð, og dóttur sína vill hann gefa honum, og húsi föður hans vill hann gefa frelsi í Ísrael.26Og Davíð spurði mennina sem hjá honum stóðu og mælti: hvað fær sá maður sem fellir Filisteann þarna, og snýr háðunginni frá Ísrael? því hvör er þessi Filistei, þessi óumskorni, að hann gjörir háðung herfylkingu þess lifanda Guðs.27Og fólkið talaði til hans þessum sömu orðum og mælti: þetta (sem vér höfum sagt) fær sá maður sem hann fellir.28Og Elíab hans elsti bróðir heyrði hvað hann talaði við mennina, og Elíabs reiði tendraðist móti Davíð, og hann mælti: hví ertu hingað kominn og hvörjum hefir þú fengið til vöktunar á eyðimörkinni þá fáu sauði? eg þekki þína ofdirfsku, og illsku þíns hjarta; því til þess að horfa á stríðið ert þú hingað kominn.29Og Davíð mælti: hvað hefi eg nú gjört c)? var það ekki orð d)?30Og hann sneri sér frá honum og gekk til eins annars, og talaði þeim sömu orðum, og fólkið svaraði honum líkt þeim fyrri orðum.31Og nú heyrðu menn þau orð sem Davíð talaði, og sögðu Sál frá, og hann lét sækja hann.32Og Davíð sagði við Sál: enginn láti sér hugfallast hans vegna! þinn þjón vill fara og berjast við þenna Filistea.33Og Sál sagði til Davíðs: þú ert ekki fær um að fara móti þessum Filistea til að berjast við hann, því þú ert ungmenni, en hann er stríðsmaður frá sinni barnæsku.34Og Davíð sagði til Sáls: þinn þjón hélt sauðum föður síns á beit, þá kom ljón og björn og tóku einn sauðinn af hjörðinni.35Og eg rann eftir honum og reif hann úr hans gini; og þá hann reisti sig á móti mér, greip eg í kampa hans og felldi hann og drap.36Bæði ljónið og líka björninn hefir þinn þjón fellt, og þessum Filistea, þessum óumskorna skal reiða af eins og öðru hvörju þeirra e); því hann gjörir háðung fylkingum ens lifanda Guðs.37Og Davíð mælti: Drottinn sem frelsaði mig af hendi ljónsins, og af hendi björnsins, hann mun frelsa mig af hendi þessa Filistea.38Og Sál mælti til Davíðs: Far þú þá, Drottinn sé með þér. Og Sál færði Davíð í sinn kyrtil, og setti eir hjálm á hans höfuð og lét hann fara í brynju.39Og Davíð girtist sínu sverði yfir sinn kyrtil, og fór að ganga; því hann hafði ekki reynt það áður. Þá sagði Davíð við Sál: eg get ekki gengið í þessu, því eg hefi aldrei reynt það áður. Og Davíð færðist úr þessu,40og tók sinn staf í sína hönd, og valdi sér 5 hála steina úr læknum og lét þá í sína smala tösku sem hann hafði með sér, nefnilega í töskuna, og með slöngu í hendi gekk hann á móti Filisteanum.
41Og Filisteinn kom nær og nær Davíð, og skjaldsveinninn gekk á undan honum.42Og þá Filisteinn leit til og sá Davíð, forsmáði hann hann; því hann var ungmenni rauður (á hár) og fríður sýnum.43Og Filisteinn sagði til Davíðs: er eg þá hundur a) að þú kemur á móti mér með staf? og Filisteinn formælti Davíð við sinn Guð.44Og Filisteinn mælti við Davíð: kom þú til mín, svo eg gefi fuglum himins og dýrum merkurinnar (villudýrum) þitt hold!45Og Davíð sagði til Filisteans: þú kemur móti mér með sverð og spjót og lensu; en eg kem á móti þér í nafni Drottins allsherjar, Guðs Ísraels fylkinga, sem þú hefir gjört háðung að.46Á þessum degi mun Drottinn gefa þig í mína hönd, og eg mun leggja þig við velli, og höggva af þér höfuðið, og lík Filisteanna hers mun eg gefa á þessum degi fuglum himinsins og villudýrum jarðar, og öll jörðin skal viðurkenna að Ísrael hefir Guð.47Og allur þessi safnaður skal taka eftir því, að Drottinn veitir sigur hvörki með sverði né spjóti; því stríðið er Drottins og hann gefur yður í vorar hendur.
48Og það skeði þá Filisteinn tók sig til og kom á móti og nálgaðist Davíð, að Davíð flýtti sér og hljóp að fylkingunni móti Filisteanum,49og hann stakk hendi sinni í töskuna, og tók úr henni stein, og slangraði, og hæfði Filisteans enni, og steininn festi í hans enni og hann féll á sitt andlit til jarðar.50Og svo yfirvann Davíð Filisteann með slöngu og með steini, og felldi hann og drap hann. En Davíð hafði ekkert sverð sér í hendi.51Þá hljóp Davíð að, og gekk til Filisteans og tók hans sverð og dró það úr skeiðum, og drap hann og hjó af honum höfuðið með því. Og sem Filistear sáu að kappinn var dauður, flýðu þeir.52Og Ísraels og Júdamenn, tóku sig til og æptu mikið heróp, og eltu Filistea allt á móts við dalinn og að Ekrons borgarhliði; og þar lágu fallnir Filistear á veginum til Saaraim b) allt til Gat og allt til Ekron.53Og Ísraelssynir sneru aftur, og hættu að elta Filisteana og rændu herbúðirnar.54Og Davíð tók höfuð Filisteans, og fór með það til Jerúsalem, en vopn hans lagði hann í sitt tjald.
55En er Sál sá Davíð fara móti Filisteanum mælti hann við Abner hershöfðingjann: Abner, hvörs son er þessi ungi maður? Og Abner svaraði: svo sannarlega sem þú lifir, ó konungur! veit eg það ekki.56Og konungurinn sagði: spyr að því hvörs son þessi ungi maður er!57Og þegar Davíð kom til baka og hafði lagt að velli Filisteann, tók Abner hann og leiddi fyrir Sál, en hann hafði í hendi sér höfuð Filisteans.58Og Sál sagði til hans: hvörs son ertu þú, ungmenni! og Davíð svaraði: sonur þíns þénara Ísaí, Betlehemítans.

V. 1. d. 1 Kron. 11,13. V. 4. c. Aðr. hólmgöngumaðurinn sbr. v. 23. V. 6. f. Eða kesju. V. 7. g. 2 Sam. 21,19. V. 10. h. 2 Kóng. 19,4.16. V. 13. i. Nefnist annars Simea 2 Sam. 13,3. V. 18. a. Nl. til vissu um, að þú hafir fundið þá. V. 23. b. Sbr. v. 4. V. 29. c. Kap. 20,1. 26,18. d. mátti eg ekki tala þetta? V. 36. e. Þ. e. ljóninu og birninum. V. 43. a. 2 Sam. 3,8. V. 52. b. Jós. 15,36.