1.1 Páll, Silvanus og Tímóteus: Sjá athugagrein við 1Þess 1.1.

1.1 söfnuði: Sjá „Kirkjan„.

1.1 Þessaloníkumanna: Þessaloníka var stór hafnar- og verslunarborg við Þrakíuhaf, höfuðborg rómverska skattlandsins Makedóníu. Einn af hershöfðingjum Alexanders mikla stofnaði borgina árið 316 f. Kr. og nefndi hana eftir eiginkonu konungs, sem Þessaloníka hét. Borgin stóð við krossgötur Egnatíu-vegarins svonefnda og þjóðleiðarinnar allt norður að Dóná. Á dögum Páls voru íbúarnir um 200 þúsund talsins og í Þessaloníku var nýbyggð Gyðinga, sem höfðu reist sér sýnagógu (sjá Post 17.1). Borgin var og miðstöð heiðinnar guðsdýrkunar Grikkja og Egypta.

1.1 Guði, föður vorum og Drottni Jesú Kristi: Jesús nefndi Guð oft „föður“ (sjá t.d. Jóh 14). Páll gerir það líka í mörgum bréfa sinna (Róm 1.7; 1Kor 1.3; Gal 1.2,3).

Gríska orðið yfir „Drottinn“ er „kyrios“, sem getur þýtt meistari og líka verið notað sem kurteisisávarp, sbr. „herra“. Þegar það er notað um Jesú, undirstrikar það vald hans og mátt. „Kristur“ þýðir „hinn smurði“, Messías (hinn útvaldi). Sjá og „Drottinn (notað um Jesú)„.

1.4 miklast af ykkur í söfnuðum Guðs: Hér á Páll trúlega við söfnuðina í Akkeu og Makedóníu (1Þess 1.7,8). Þessaloníkumenn hafa verið stöðugir í trúnni þrátt fyrir þrengingar og ofsóknir, sem þeir hafa mátt þola.

1.5 meta ykkur makleg Guðs ríkis: Páll heldur því ekki fram, að þrengingar séu skilyrði fyrir því að menn gangi inn í Guðs ríki. Hann segir hins vegar, að líklegt sé að lærisveinar Krists þurfi að þola þjáningar og erfiðleika.

1.6 endurgeldur þeim…sem að ykkur þrengja: Heiðnir nágrannar Þessaloníkumanna ofsóttu þá fyrir að hlýða á kenningar Páls og snúast til trúar á Jesú.

1.7,8 Drottinn Jesús opinberast…með…englum sínum…í logandi eldi: Sjá athugagrein við 1Þess 1.10 (væntið sonar hans) og „Englar“ á bls. 86. Sjá og 1Þess 4.16. Oft fylgir eldur opinberun Guðs (2Mós 3.2; 19.16-19; Slm 18.6-8; Es 1.4-28) eða þeim stað, þar sem illvirkjum er refsað. Sjá „Eldur“ og „Endurkoman„.

1.9 eilífri glötun: Afdrif þeirra, sem trúa ekki á Krist og lifa ekki Guði velþóknanlegu lífi. Sjá og Róm 2.7; 5.21; Gal 6.8 og 1Þess 5.3.