12.1 Heródes konungur: Hér er átt við Heródes Agrippa I., sonarson Heródesar mikla. Hann varð konungur í Júdeu árið 37 e. Kr. og ríkti til dauðdags árið 44 e.Kr (sjá 12.21-23). Hann var slyngur stjórnmálamaður og hafði í heiðri gyðinglegar siðvenjur, þótt ekki væri Gyðingur að ætt og uppruna.

12.2 Jakob, bróður Jóhannesar: Bræðurnir Jakob og Jóhannes voru postular Jesú, synir fiskimannsins Sebedeusar (Matt 4.21). Jesús hafði áður sagt fyrir um það, að þeir myndu bergja af kaleiknum, sem hann hlyti bráðlega að drekka af (Matt 20.22,23). Það þýddi, að þeir mundu líka þjást og deyja af völdum fólks, sem bar í brjósti til þeirra haturshug.

12.3 dagar ósýrðu brauðanna: Sjá 2Mós 12.1-27 og “Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna“.

12.7 engill Drottins: Sjá athugagrein við 5.19.

12.11 Gyðingar: Sjá athugagreinar við 4.1 og 4.5.

12.12 Maríu, móður Jóhannesar…Markús: María þessi kann að hafa verið frænka Barnabasar (Kól 4.10). Ef til vill komu lærisveinar Jesús saman á heimili hennar. Jóhannes Markús er nefndur aftur í 12.25. Hann hafði einhvern tíma orðið samstarfsmaður Páls (15.37-39).

12.13 Róde: Hún er hvergi annars staðar nefnd á nafn.

12.15 engill hans: Hér er trúlega átt við sérstakan “verndarengil” hans.

12.17 Jakobi: Bróðir Jesú (Matt 13.55; Mrk 6.3). Hann varð síðar leiðtogi gyðing-kristna safnaðarins í Jerúsalem (Post 15.13; 21.18; Ga 1.19), þar sem hann með öðrum vann að því að sætta gyðinglega lærisveina og heiðna (15.22-19; sjá og Gal 2.9).

12.20 Heródes…Týrverjum og Sídoningum…Blastus: Týrus og Sídon voru helstu borgir Fönikíu. Heródes (Heródes Agrippa I., sonarsonur Heródesar mikla) ríkti yfir Júdeu, Samaríu og hluta Galíleu. Hann lést árið 44 e. Kr. (12.23).

12.25 Barnabas og Sál: Sjá athugagreinar við 4.36-37 (Barnabas). Sjá og 11.20-26.