2.2 Biðjið fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir: Kristnum mönnum var nauðsyn að sýna yfirvöldum virðingu, þó ekki væri nema til þess að sneiða hjá vandræðum. Með því móti gátu þeir líka fremur vænst þess að trú þeirra væri umborin, að fjölgaði í söfnuðunum og þeir kæmust hjá ofsóknum.

2.7 postula til að boða hann…kennara heiðingja: Sjá athugagreinar við 1.1 (Páll) og 1.11 (fagnaðarerindinu). Páll var fyrst og fremst postuli heiðingjanna (Post 9.15; 15.12; Gal 2.1-9). Sjá og „Heiðingjarnir„.

2.7 trú og sannleika: Víða í bréfum sínum kennir Páll, að trú sé umfram allt traust á Kristi (Róm 3.27-31; Gal 2.16; Fil 3.9), en hér er merkingin í orðinu „trú“ fremur ýmsar kenningar, sannindi og reglur um góðan lifnað og Guði þóknanlegan. Sjá og 1.14,19; 4.6 og 6.12.

2.9 konur…gull eða perlur: Sjá 3.11; 5.6-15. Þetta vers gæti bent til þess, að í söfnuði Tímóteusar hafi verið auðugar konur, sem elskuðu féð og höfðum gaman af að halda sýningu á skartgripum sínum (6.5-10,17).