18.1 himnaríki:Sjá athugagrein við 3.2. Sjá og Lúkas 22.24.

18.5 barni: Litið var á börn sem gjöf frá Guði, enda önnuðust þau seinna um aldraða foreldra sína og héldu nafni fjölskyldunnar við lýði þegar foreldrarnir dóu. Börn fengu þó engu að ráða og urðu að hlýða foreldrum sínum skilyrðislaust í einu og öllu. Jesús tók dæmi af börnunum til þess að sýna fram á að makt og veldi varða ekki leiðina inn í Guðs ríki, heldur hlýðni.

18.8,9 hönd þín….auga þitt….ríf það úr: Það gat farið fyrir brjóstið á fólki hvað Jesús brá stundum upp ófögrum myndum til þess að koma sannleikanum á framfæri. Hér má skilja orð hans svo, að það sé ekki mikið mótlæti að missa hönd eða auga borið saman við kvalirnar í eldslogum helju. (Helja er ástand, ekki staður.) Sjá og 5.29,30.

18.10,11 á himnum:Sum handrit bæta við “Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.”

 18.15 bróðir þinn:Sá, sem fylgir Jesú eftir.

18,22 sjötíu sinnum sjö:Þessi háa tala segir okkur, að lærisveinar Jesú eigaalltafað fyrirgefa hver öðrum. Sjá nánar um tölur í Biblíunni í orðtakasafni.