21.1 fjárhirsluna: Í forgarði kvennanna í musterinu voru samskotabaukar í laginu eins og trekt.

21.2 tvo smápeninga: Á grísku “lepton” sem var minnsta mynt Grikkja og gilti aðeins helming af smæstu mynt Rómverja.

21.6 Þeir dagar koma: Sjá athugagrein við 19.43.

21.12 samkundur: Sjá athugagrein við 4.15 Þessi orð Jesú rættust. Postulasagan greinir frá því að sumir lærisveinar Jesú voru yfirheyrðir í samkunduhúsunum og musterinu (Post 4.1-22; 5.17-42; 6.8-8.2; 17.1-9; 21.27-26.32).

21.18 Verið þrautseigir: Á grískunni: “Ekki eitt hár á höfði yðar mun skert verða,” sem þýðir, “það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur.”

21.20 umkringja Jerúsalem: Sjá athugagrein við 19.43.

21.21 Júdeu: Fjöllótt er víða í Júdeu, einkum fyrir norðan og suðaustan Jerúsalem. Sjá athugagrein við 1.39.

21.26 kraftar himnanna munu riðlast: Til forna töldu ýmsir stjörnur himinsins vera goðmögn. Aðrir litu svo á, að þær samsvöruðu þjóðum heims. Merking þessa vers gæti því verið sú, að Guð muni tvístra valdhöfum jarðarinnar (þjóðunum) eða annarlegum öflum í andstöðu við hann.

21.29 fíkjutrénu: Sjá athugagrein við 6.44.

21.36 Mannssyninum: Sjá athugagrein við 5.24.

21.37 helgidóminum…Olíufjallinu: Sjá 19.47 og athugagreinar við 19.28,29 og 19.37.