Varist falsspámenn og falskennendur (2.1-22)

Hinir kristnu eru varaðir við falsspámönnum og falskennendum, sem „afneita Drottni sínum“ (2.1). En Drottinn mun hegna þeim og þeir munu fá að líða fyrir misgerðir sínar (2.13).

2.1 falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins: Í helgiritum Gyðinga (Gamla testamenti) ræðir iðulega um falsspámenn, sem leiddu Ísraels lýð afvega og æstu hann til þess að óhlýðnast boðum Drottins (sjá 1Kon 18.1-39; Jer 14.13-16).

2.1 Drottni: Jesú Kristi, sem dó fórnardauða til syndafyrirgefningar, lét líf sitt sem lausnargjald fyrir alla (Róm 3.25-26; Heb 2.14-18).

2.1 þeim: Þ.e. „þessum fífldjörfu sjálfbirgingum.“

2.2,3 Margir: Sumir falskennenda kunna að hafa verið lærisveinar Epíkúrosar (341-270 f. Kr.). Hann prédikaði, að andleg vellíðan væri hin æðstu gæði, en sársaukinn hið illa sjálft. Þá hvatti hann menn til þess að auðsýna heiðarleika og sanngirni í samskiptum við aðra. Epríkúros var þeirra skoðunar, að ekkert líf væri eftir dauðann.

2.4 englunum er þeir syndguðu…steypti þeim niður í undirdjúpin…í myrkrahella: Hér má vera, að minnst sé sona Guðs, sem þótti dætur mannanna fagrar og tóku sér þær fyrir konur (1Mós 6.1,2; Júd 6).

2.6 Sódómu og Gómorru: Borgir, sem Drottinn lagði í eyði fyrir það, hve spilltir íbúar þeirra voru (1Mós 19.24).

2.7-8 Lot: Þegar Lot hafði skilið við Abraham frænda sinn, settir Lot að á sléttlendinu í grennd við Sódómu (1Mós 13.1-13; 19.1-16).

2.9 dómsdags: Sjá athugagrein við 1.16.

2.10 tignum: Hér er vísast átt við englana (2.4).

2.13 neyta máltíða með ykkur: Trúlega eru þessar máltíðir „kærleiksmáltíðir“ þær, sem kristnir menn neyttu saman á dögum frumkirkjunnar (Lúk 22.14-20). Skammarlegt hátterni „hinna fífldjörfu sjálfbirginga“ sýndi, að þeir höfðu engan skilning á máltíð Drottins, kvöldmáltíðarsakramentinu (sjá og 1Kor 11.23-34).

2.15,16 Bíleam…mállaus eykurinn: Balak, konungur í Móab, vildi kaupa Bíleam til þess að formæla Ísraelsþjóðinni (4Mós 22.4-35).

2.13 neyta máltíða með ykkur og svalla: Í sumu handritum „kærleiks-máltíðunum, sem þeir neyta með ykkur, spilla þeir með skammarlegri hegðan sinni.“

2.19 Þeir heita þeim frelsi: Sumir falskennenda kunna að hafa rangtúlkað trúargreinina um frelsi kristins manns (3.16). Páll postuli kenndi, að Kristur hefði frelsað mennina til frelsis, en það bæri ekki að skilja svo, að þeim leyfðist að gera hvað sem þeim sýndist (sjá Gal 5.13). Sjá og Jóh 8.31-36; Róm 6.16.

2.20 saurgun heimsins: Sjá athugagrein við 1.4.

2.21 hinu heilaga boðorði: Væntanlega er átt við „tvöfalda kærleiksboðorðið“ um að elska Guð og náungann (Mrk 12.28-31) eða að öðrum kosti boðorðin tíu (2Mós 20.1-17; 5Mós 5.1-21).