15.4 ritningarnar: Sjá athugagrein við 10.11.
15.8 Kristur sé orðinn þjónn hinna umskornu: Sjá athugagreinar við 9.4 (Ísraelsmenn) og 11.28 (útvalning). Páll áréttar, að Jesús hafi fæðst í þennan heim til þess að það fyrirheit Drottins að senda Gyðingum Messías mætti rætast.
15.9 heiðingjarnir: Sjá athugagreinar við 1.16 (Gyðinginn fyrst og aðra síðan); 11.17.
15.9 játa þig meðal heiðingja: Hér er átt við allar heiðnar þjóðir.
15.10 Fagnið, þið heiðingjar, með lýð Guðs: Sjá 5Mós 32.43. Heiðnar þjóðir munu fá að tilbiðja Drottin, Guð allsherjar og ganga í hinn nýja söfnuð hans (kirkjuna).
15.13 trúnni…krafti heilags anda: Sjá athugagreinar við 1.16 (Gyðinginn fyrst og aðra síðan) og 1.3-4 (heilagur andi).
15.16 vera prestur fyrir fagnaðarerindi Guðs: Prestar Gyðinga þjónuðu Guði með því að fara nákvæmlega að þeim helgisiðum, sem lögmál Móse mælir fyrir um og með því að tilreiða og færa fórnir og offur. Páll kveðst þjóna Guði með því að prédika fagnaðarerindið heiðingjunum (sjá athugagrein við 11.28).
15.19 frá Jersúalem…til Illýríu: Jerúsalem var höfuðborg Júdeu, miðstöð guðsdýrkunar Ísraels og aðsetur stjórnvalda landsins. Illýría var rómversk skattland á austurströnd Adríahafsins. Engar heimildir eru um það, að Páll hafi farið til Illýríu. En vera má, að menn þaðan hafi heyrt hann prédika í Makedóníu og haft boðskapinn með sér heim.
15.24 um leið og ég færi til Spánar: Ekki er vitað, hvort Páll komst nokkru sinni til Spánar. Sumir fræðimenn telja þó, að hann kunni að hafa farið þangað eftir að hann losnaði úr stofufangelsinu í Róm (Post 28; Fil 1.13). Aðrir eru heldur á því að hann hafi verið tekinn af lífi í Rómaborg.
15.25-26 Jerúsalem…Makedónía og Akkea: Sjá athugagrein við 5.19. Makedónía, en svo hét landsvæðið fyrir norðan Grikkland, var innlimuð í rómverska heimsveldið árið 168 f. Kr. Akkea var miðhluti Grikklands. Þar voru borgirnar Aþena og Korinta.
15.27 heiðingjarnir hafa fengið hlutdeild í andlegri blessun frá þeim: Sjá 11.1-29 og athugagrein við 2.9,10 (Gyðingurinn fyrst en Grikkinn líka).
15.30 vegna Drottins vors Jesú Krists og kærleiksanda hans: Sjá athugagreinar við 1.3,4 (heilagur andi…sonur Guðs).
15.31 Júdeu…Jerúsalem: Sjá athugagrein við 15.19.