19.1 Hallelúja: Þetta orð er grísk mynd hebreskrar upphrópunar, sem þýðir „lofið Drottin.“ Hún kemur oftar fyrir í 19. kapítulanum (sjá 19.3,4,6).

19.1 Hjálpræðið: Sjá athugagrein við 1.5. Orðið „hjálpræði“ táknar í Biblíunni allt það sem Guð hefur gert og gerir enn til þess að frelsa mennina frá synd, sorg, sjúkdómum, dauða og illum öflum. Að „verða hólpinn“ er sama og að „eignast eilíft líf.“ Sjá nánar „Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)“ og „Eilíft líf„.

19.2 skækjuna: Sjá athugagrein við17.1.

19.4 Öldungarnir tuttutu og fjórir og verurnar fjórar: Sjá athugagreinar við 4.4-10 (öldungarnir) og 4.6-9 (fjórar verur).

19.7 brúðkaupi lambsins og brúður hans: Þetta er sá feginsdagur, þegar Kristur (lambið) og játendur hans (brúðurin) verða eitt. Þá er og Guð í þann veginn að vinna lokasigur á Satan. Spámenn Ísraelsþjóðarinnar líktu sambandi Guðs og lýðs hans við hjónaband (sjá Jes 54.1-8; Es 16.7-8; Hós 2.19,20). Í Nýja testamenti ræðir um kirkjuna sem eiginkonu Krists (Ef 5.23-32).

19.10 andi: Sjá athugagrein við 1.10.

19.11Hvítur hestur…Sá sem á honum sat hét Trúr og Sannur: Sjá athugagrein við 6.2 (Hvítur hestur). Knapinn er Kristur, vígreifur herforingi á leið í orrustu. Ennisdjásnin mörgu eru til marks um makt hans og veldi (19.12). Í þann tíð bar konungur oft margar krónur á höfði sér, eina fyrir hvert land sem hann réði fyrir.

19.13 blóði drifinni: Í sumum handritum „sem dýft hafði verið í blóð.“

19.13 skikkju, blóði drifinni…Orðið Guðs: Blóðið er blóð Krists, sem hann úthellti á krossinum og sigraði þar með synd og dauða (sjá Róm 3.24,25; Opb5.6,9; 7.14; 12.11). Jesús er „orðið sem er Guð“ (sjá Jóh 1.1-3, 14; Heb 4.12).

19.14 klæddar hvítu og hreinu líni: Sjá athugagrein við 3.4.

19.15 vínþröng: Sjá athugagrein við 14.18,19.

19.19,20 dýrið…falsspámaðurinn: Sjá athugagreinar við 13.1 (dýr) og 13.11; 16.13 (falsspámannsins).

19.20 eldsdíkið sem logar af brennisteini: Sjá athugagreinar við 14.10 og 9.1.